Kæru áhugamenn um heimspeki á Huga.is

Ég er með kenningu um afmælin sem allir bíða spenntir eftir að dagurinn renni upp og maður verður árinu eldri.
Kenning mín er sú að í staðinn fyrir að í afmælum er gleðin alveg yfirþyrmileg, þá ætti frekar að vera sorg. Ástæðan er einföld:
Ef maður spáir í þessu þá er með hverju ári þá verður maður eldri og eldri. Þegar maður á afmæli þá er bara enn eitt árið farið í súginn og svo er beðið eftir næsta afmæli. Með hverju afmæli nálgast maður dauðanum og maður á að vera alveg rosa hamingjusamur!!! Ég meina: Í ALVÖRU! Maður ætti frekar að vera sorgmæddur vegna þess að maður veit að með hverjum degi nálgast maður dauðann.

Allavegna finnst mér þetta, og þetta gæti örugglega verið mesta bull sem þið hafið lessið, en mér er alveg sama!

- Links
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.