Sumir ykkar vilja meina að það sé dýrara að hafa dauðarefsingu en lífstíðarfangelsi. Þetta er misskilningur í “réttarríki” slíku sem bandaríkjunum er hægt að áfryja endalaust og því kostnaður meiri, en til dæmis í Kína er einungis eitt dómstig, og fjölskyldan þarf síðan að borga fyrir kúluna ef hún vill fá líkið.
Þið segið einnig að líf sé heilagt, þá eigið þið eflaust við að Mannslíf sé heilagt, því varla getur talist rangt að myrða dýr, skorkvikindi eða örveru.
Hverjum er svo ekki sama hvort nokkrir saklausir láti lífið, auk þeirra seku, þegar þeir segja saklausir þá eiga þeir við saklausir af þessum glæp, ekki saklausir að öllu leiti.
Fólkið sem býr í BNA er blóðþyrst, lítum bara á hinar hryllilegu tölur af mannsföllum í Afganistan gegn hinum örfáu könum sem dóu New York. Ef kaninn fær ekki að svala hefndarþrsta sínum með því að drepa nokkra saklausa dópista (og seka morðingja) get eg ábyrgst það að þeir muni svala blóðþorsta sínum öðruvísi, og á miklu mannskæðari hátt.