Er að spá í hvers vegna mótsagnir eru mögulegar, hvað er það í heiminum sem gerir það að verkum að við getum sett fram mótsagnir?

Sjálfur er í þeirrar skoðunar að mótsagnir séu eiginleiki lyginnar. Lyginn er alltaf í mótsögn við sannleikann. Má þá segja að mótsögn sé eins konar endapunktur í rannsókn lögreglu í afbrotamáli.

Tilgátan sem ég varpa fram er því að allar ósannar yrðingar eru smættanlegar að mótsögn sinni.

M.