Sælir hugarar.

Það er orðið svo langt síðan ég skrifaði grein hér á Huga að ég ákvað að skella saman einni grein um stærðfræði (allt vitlaust að gera í THÍ).

Stærðfræði er ofarlega í Huga mér þessa dagana.

Jæjæ ég var að spá í að henda hér fram nokkrum staðreyndum um frumtölur (prímtölur, primenumbers).

Eins og alþjóð veit er einungis hægt að skrifa sérhverja heila tölu á einn hátt, sem margfeldi frumtalna. 666 verður því 2*3*3*37=666 samkvæmt þessari fullyrðingu.

En frumtölur skipta sér einnig sjálfar í tvo flokka (ef við skiptum okkur ekki af frumtölunni 2).

Fyrri flokkurinn er 5,13,17,29,37,41…….
En síðari flokkurinn er 3,7,11,19,23,31……

Ef vel er að gáð má sjá að afgangur fyrri talnanna ef deilt er með 4 er 1 / 4 en afgangur seinni talnanna er 3 / 4.

Allar frumtölur í fyrri floknum má skrifa sem summu tveggja ferningstalna (tölur í öðru veldi) en það er ekki hægt með neina af tölunum í seinni floknum.

DÆMI : 2 í öðru veldi + 5 í öðru veldi = 29 : 4 í öðru veldi + 5 í öðru veldi = 41….

Þetta er í daglegu tali stærðfræðinga (eins og ég kemst næst) kallað “tveggja ferninga regla Fermats” (ef einhver veit nýrra og betra nafn á þessu þá væri gaman að fá það).

Sönnunin á þessari reglu tekur því miður skelfilega langann tíma (og ég kann hana einfaldlega ekki) og því verður hún ekki birt hér.

En til þess að þessi grein mín eigi heima hér á heimspeki verð ég líklegast að koma með smá (heim)speki í lokin.

Talan Pí (hlutfall milli þvermáls og ummáls hrings) og kvaðratrótin af 2 (langhliðin í þríhyrningi með skammhliðarnar 90 gráður og lengdina 1) eru eins hvar sem er í heiminum.
Ef við myndum nokkurntíman ná sambandi við aðrar geimverur væri ekki hægt að byrja á því að útskýra fyrir þeim okkar skilgreiningu á tölunni Pi og þá þekkja þeir allt okkar talnakerfi.
Einnig gætum við séð útfrá þeirra skilgreiningu á Pí hvernig þeirra talnakerfi virkar.
(er þetta eithvað rugl í mér?)

Jæja… það var nú það.

Kveðja Gabbler.
“Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur”