Áður en þið lesið eitthvað lengra: Þetta er mín skoðun og ég er ekki undir áhrifum neins um þetta mál (reyndar er ég hataður fyrir skoðanir mínar). Ef einhverjir ætla að vera með eitthvað skítkast án rökhugsun bið ég um að láta slíkt vera.

Hér kemur greinin.

Ég var í mínum góða fílíng í skólatíma að í algebru. Það er reyndar ekki frá sögu færandi nema þegar ég komst ekki hjá því að heyra í einum sem er með mér í bekk, vera að tala um hvernig guð hjálpi sér á hverjum degi. Í þetta skiptið var hann að tala um það að um daginn, þegar hann var í tölvunni að þá hafi Guð talað við hann og sagt honum að dyrnar á bíl mömmu sinnar væri opin. Hann segir mömmu sinni það og nún tékkar á því. OG VITI MENN!!!!!! Dyrnar var opin! Hún lokaði síðan dyrunum og komst að því að það var ekki búið að stela neinu!

Hér eru mínar athugasemdir:

1. Þetta gætu alveg eins verið ofheyrnir og þetta hafi eitthvað verið að gera með það sem hann var að hugsa um í því augnabliki sem ég veit ekki hvað er. Þetta kom nefnilega líka fyrir mig á meðan ég var trúaður og ég trúði því að þetta væri Guð að kalla á mig og ég ætti að svara orðrétt einhverja setningu til að hann myndi halda áfram að tala (ég var 7 ára og hafði þá sem ég myndi kalla barnatrú). Núna þegar ég er orðinn trúlaus (og að mínu mati frjáls) þá fatta ég að þetta er vægt dæmi um venjulegar ofheyrnir vegna þreytu eða annað.

2. Hann gæti verið að ljúga þessu til að fá athygli.

3(þessi er eiginlega í gríni en ég gæti samt tekið þetta til greina). Hann er illilega seinvirkur og tveimur/þremur klukkutímum eftir að hann sá þetta, hafi hann fattað hvað var í gangi og hélt að guð hafi flýtt þessari vitrun.

Hvað finnst ykkur?

Tumi Atheist