Allt frá því mannkynið byrjaði að skrá niður sögu sína hefur trú verið einn af aðal þáttum okkar samfélags og lífum. Stærstu deilurnar innan veggja okkars samfélags en einnig á alþjóðlegum skala spretta einmitt upp frá trú. Það sem trú á að færa okkur er hamingja þegar eitthvað bjátar á og einskonar leiðarvísir lífs okkar. Trú á að lina þjáningar samfélagsins og sameina okkur til þess að hjálpast að.
En afhverju er þá allt í einu núna í vestrænu nútímasamfélagi trú svona ómerkileg. Hvað fékk okkur til að verða svona skítsama um trúnna? Ég er ekki að segja að fólk þurfi að breiða út fagnaðarerindið 24/7 með lúðra og bongótrommur heldur að taka afstöðu varðandi hvort það hefur einhverja trú. Ef maður spyr fólk er oftast svarað með furðumikilli óvissu eins og það hefði aldrei nokkurntímann leytt hugann að því hvort trú væri einhver hluti lífs þeirra. Sumir trúa að þeir geti án hennar verið og kjósa að kalla sig trúlausa, og svo er það stærsti hópur okkar Íslendinga sem að minnsta kosti er skráð í þjóðkirkjuna.
En það að fólk viti ekkert um sitt eigið álit sem veldur mér hugarangri. Í, það sem er talið af stjórnvöldum kristið samfélag fyrirgefningar, er mikilvægt að taka afstöðu varðandi þetta mál. Er trú gagnslaus í íslensku samfélagi? Hvað færir hún Jóni Jóns í Reykjavík 101?