Í kristni er talað um það að allt mannfólk fæðist syndugt, syndugt vegna þess það er ekki fullkomið eins og Guð. Og þessvegna var fólk að gefa Guði fórnir fyrir Jesús, til þess að koast til himnaríkis með Guði. Til að geta verið með Guði í himnaríki þurftum við að vera syndlaus og fullkominn. Jesús kristur dó fyrir syndir okkar, gerði okkar það kleift að komast í himnaríki með því einu að taka hann í hjarta okkar, þá myndu syndir okkar fyrirgefast.

Í Biblíunni er líka talað um að Guð sé upphafið og endirinn, alfa og ómega, að hann sé allt, og almáttugur.

Það sem ég er velta fyrir mér er það, hvernig getur fullkominn Guð, skapað einhvað ófullkomið?

Ef við erum öll partur af Guði, hvernig getum við þá verið annað en follkomlega eins og hann vildi?

Ég fyrst afsaka það ef ég hef einhverrjar heimildir ekki á hreynu, ég er ekki Guðfræðiningur heldur aðeins áhugamaður, endilega leiðréttið mig ef ég hef á röngu að standa.

Annað, ég er ekki biðja um almenna umræðu um Kristni, ekki það hve mörg stríð hafa verið útaf henni, ekki einhvað um Kirkjuna o.s.fr. Aðeins það sem ég skrifaði að ofan… Takk fyrir =)