Margir hafa pælt í því hvað ást sé. Er það rafboð í heilanum, lykt sem við finnum bara af “hinum eina sanna” eða er það tilfining sem við höfum alltaf haft?

Í nútíma samfélagi er fólk farið að líta á dýr sem óæðri verur, sem við mannfólkið notum til að efla hagsmuni okkar. Sannleikurinn er sá að við erum ekkert það fjarri dýrunum, flestir þekkja söguna af drengnum sem aldist upp með úlfum. Hann hegðaði sér líka eins og úlfur eftir það. Það var það sem hann LÆRÐI. Þannig að það sem gerir okkur svona sérstök er samfélagið, sem geymir þau gildi svo sem virðingu, heiður, ábyrgð. Ein og sér erum við ekkert, sem heild skapandi og kærleiksríkar verur.

Margir eru eflaust að velta því fyrir sér hvað ég er röfla með þetta þar sem ég byrjaði að tala um ást, en sýnið mér smá þolinmæði, það er sko punktur með þessu.

Þegar ég fæðist, er ég háður móður minni. Án hennar gæti ég ekki lifað. Ég byrja að elska hana fyrir það. Ég að mamma elskar pabba, ég elska hann. Ég tek eftir því að fólkið í þessari veröld er eins og ég, mamma og pabbi. Það hefur sömu þarfir, sömu langanir og sömu tilfiningar. En ég sé líka annað. Ég sé það að mamma sér auglýsingu af flík, og bara verður að fá sér hana, spyr pabba hvort það sé nú ekki lagi, og hann segir nei. Mamma verður þá æst, þung og segir minna en vennjulega. Þau fara svo svo að rífast og ég verð hræddur, öryggi mínu er ógnað, ást mín hverfur í skugga óttans. Strákurinn í næsta húsa var að fá glænýjan fjarstýrðan bíl, og ég spyr mömmu hvort ég megi fá svona líka. Hún segir nei og verð þá reiður, en mamma segir samt nei. Ég fer að pæla í því útafhverrju hún vildi ekki gefa mér bílinn, og reiðin verður að gremmju, og gremmjan varð í nokkur ár, og varð að hatri. Sprottið af ótta, sprottið af hugmyndinni af því að veraldlegir hlutir geti gert mig hamingjusamann, kemur reiðin, gremmjan, hatrið, sem varna því að ég upplifi ást. Ef foreldrar mínir hefður KENNT mér annað, ef samfélagið hefði KENNT mér það að hamingjan kemur innan frá, hefði ég þó “þurft” á ótta að halda?

Þetta eru bara smá pælingar sem eru í gangi hjá mér þessa dagana… vona að ég fái að heyra frá ykkur!