Vísindi geta hvorki sannað né afsannað tilvist guðs. Þrátt fyrir þetta virðast trúarbrögð vera gríðarlega mikilvægur þáttur í mannlegu samfélagi. Hvort sem samfélagið er mjög flókið eða mjög einfalt þá virðist vera þörf fyrir mætti sem er yfir mönnum hafið. Bæði þá til að leita sér huggunnar eða trausts.

Frummenn trúðu á að hlutir sem þeir skildu ekki væru guðlegir hlutir. Veður, eldingar, veikindi, sólin og margt fleira voru allt yfirnáttúrulegir hlutir fyrir frumstæða forfeður okkar. Smátt og smátt jókst skilningur manna á hinum ýmsu hlutum og þá smátt og smátt breyttist hlutverk trúarbragða og átrúnaðurinn varð annar. Vísindamenn hafa sýnt og sannað að margir áður yfirnáttúrulegir hlutir eru nú óskup eðlilegir og við skiljum margt, sem áður var óútskýranlegt, fullkomnlega. Darwin sýndi fram á að sköpunarsagan var óþarfi, líffræðingar sýndu fram á að drepsóttir voru náttúrulegar, stjörnufræðingar skilja nú eðli stjarna og tungla.

Með tilliti til þess hversu þekking okkar á heiminum hefur aukist þykir mér ótrúlegt að enn skulu í raun fyrirfinnast fjöldinn allur af fólki sem trúir flest öllu úr biblíunni sem heilögum sannleik. Sagan af Adam og Evu þykir sumum líklegri en þróunarkenningin. Syndaflóðið, fyrir sumum, er í raun refsiaðgerð guðs en ekki staðbundnar náttúruhamfarir. Biblían sjálf er uppfull af mótsögnum, sérstaklega um eðli guðs, að manni blöskrar alveg þegar fólk heldur því fram að sú bók sé óskeikul.

Ég las nokkuð margar blaðsíður í gamla testamentinu og fékk það óþægilega mikið á tilfinninguna að miklir ofstækismenn hafi samið bókina. Guðinn sem talað er um í gamla testamentinu er mjög ofstækisfullur egóisti með mjög brenglaða sjálfsmynd.

“Maðurinn leit á guð sem eins konar tæki til þess að koma vilja sínum fram, og þess vegna varð guðsmyndin, sem hann bjó til, lítið annað en spegilmynd hans eigin sjálfselsku.” Gatland, og Dempster.

Í nýja testamentinu kveður vil allt annar tónn en í gamla. Og þykir mér ótrúlegt að það skuli í raun vera að tala um sama guðinn. Ég hef nú þær efasemdir um það og tel að hér mun vera um allt annann guð að ræða. Guðsótti hvarf og guðstraust kom í staðinn. Refsigirni hvarf og samúð kom í staðinn. Kristin kirkja kennir að guð hafi skapað Jesú alveg sérstaklega fyrir ákveðið verkefni sem hann þurfti að vinna á jörðinni. Guð sendi son sinn til að frelsa okkur og þykir mér þar guð hafa aldeils vent sínu kvæði í kross. Í gamla testamentinu hafði hann lítið annað að gera en að eyða okkur (sódóma-gómórra ofl) en svo skyndilega með tilkomu Jesú eru allir jarðbúar hólpnir, alveg sama hvað þeir í raun hafa gert, bara ef þeir tilbiðja þennan eina mann.

Eftir að hafa skrifað þessa grein og búinn að velta hlutunum fyrir mér get ég sagt að fyrir mér er guð til, en einungis í huga þeirra sem trúa á hann. Við erum engu frábrugðin öðrum dýrum nema að því leiti að á einhverju stigi í þróun hefur heilinn okkar þróast og orðið margfalt öflugra líffæri en í öðrum dýrum. Sjálfsagt hefðu einhverjir aðrir eiginleikar getað þróast með okkur. Tilviljun ein virðist hafa ráðið því að svona fór.

Ég spái því að eftir X mörg ár verði trúarbrögð nánast horfin af yfirborði jarðar. Hver stærð X er hef ég enga hugmynd um en trúlausum fer sífelt fjölgandi í heiminum og fagna ég því.

Kveðja Gabbler hinn trúlausi.
“Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur”