Ég fór allt í einu að pæla í þessu með tilgangi lífsins, hef að vísu gert það áður en allavega þá komst ég ekki að neinni niðurstöðu nema að lífið er til þess að njóta þess.

Þessi tilvist okkar á jarðríki hefur ekki beint leitt til neinna jákvæðra hluta nema þá til þess að bæta upp fyrir þá slæmu… mér finnst þetta allavega mikil pæling og reyndar veit ég ekki neitt um það hvort það sé til einhver æðri tilgangur sem við þjónum og þá væntanlega fyrir eitthvað annað afl í tilverunni sem enn hefur ekki verið uppgötvað af okkur.
Reyndar er kanski tilgangur með þessu ef við lítum á það frá trúarlegri hlið.
Í Búddisma hafa jarðlífin þann tilgang að maður geti öðlast “nirvana”. (ég er ekki búddatrúar og ég bið fyrirfram afsökunar ef þetta er vitlaust)
En í Kristni virðist jarlífið vera inntökupróf fyrir himnaríki sem hlýtur þá að vísa til þess að það sé einhver æðri tilgangur með himnaríki.

En með þessum pælingum skilst mér að við fáum ekkert að vita fyrr en við deyjum.

En fyrir þá sem eru trúlausir hlýtur eini tilgangurinn að vera sá að njóta verunnar hér því þú fæðist bara lifir og deyrð.

svo allir njótið þið lífsins og ef það er einhver tilgangur með lífinu þá komist þið að því þegar þið hafið lokið því.