Ég var í vinnunni einn góðan veðurdag(Þriðjudag) og var í mínum eigin hugarheimi. Það er einmitt þá sem ég huxa best, í vinnunni, rúminu(að fara að sofa) og í baði. En hvað um það. Ég fór að pæla í hvort hafi í raun komið á undan; hænan eða eggið.

Eftir miklar hugleiðingar komst ég að því(þetta er mín skoðun)að eggið hafi komið á undan hænunni. Hér kemur útskýringin.

Segjum að til hafi verið til tegund fugla(köllum hana x)Hún gat ekki flogið. Hún var næstum eins og Hænan eins og við þekkjum hana í dagen samt ekki alveg eins. Hún var ekki eins aðlöguð umhverfinu og hún er núna.

Svo allt í einu verpir ein “Hæna” af tegund X eggi. Afsprengið klext út og þá…….viola HÆNA.

Sem sé Eggið kom á undan hænunni, en eggið var ekki úr hænu(eins og við þekkjum hana í dag)

Einnig er til önnur kenning sem flaug í hausin á mér. Tvær tegundir áttu eitt afhvæmi sem var HÆNA(þannig að X og Y gerðu Z, eða A og B gerðu C)

Núna koma örugglega fram skiptar skoðanir í ykkar djúpu kollum og endilega komið þeim á framfæri.
A