Ég var að lesa grein og fór aðeins að hugsa, kannski hálfgerð steypa en hér kemur það.

Gengur lýðræði alltaf upp ??

Getiði sagt að lýðræði eigi alltaf að ríkja ??
Ef við horfum aðeins til fátækari landa heimsins, eins og Indlands eða annara austurlanda.

Segjum að hægt væri að bæta efnahaginn rosalega ef indverjar tækju sig til og kysu flokk X til að stjórna ríkinu, því sá flokkur vill hækka skatta um 2% og með þeim 2% eru þeir með bulletproof plan um að redda störfum fyrir fullt af fólki.
(en það á eftir að taka tíma)

Flokkur Y ætlar aftur á móti að bjóða öllum uppá kleinu og snickers, lækka skatta um 2% prósent og leyfa fjölkvæni fyrir bæði kyn. (hey i like it)

Núna gengi þetta aldrei upp á Íslandi, siðferði okkar, menntun og uppeldi mundi segja okkur að flokkur Y er stjórnað af fábjánum sem vita greinilega ekkert í sinn haus.

En segjum að þjóð þar sem flestir fá lítið að borða, lág kaup, enga menntun…Fólk sem hugsar um það hvernig hlutirnir verða á morgun en ekki eftir 10 ár…..Segjum að þessu fólki væri lofað því sem flokkur Y hefur í stefnuskrá sinni…Margir sem sjá kannski ekki miklar líkur á því að vera lifandi eftir 10 ár…

Er þetta fólk fullkomlega hæft til að lifa í lýðveldi…..Ef ekki hvað á þá að gera ? Einveldi og misnotkun valds ?…..

Ef ykkur finnst að ennþá ætti að ríkja lýðveldi þrátt fyrir gallana sem það hefur fyrir fólkið sjálft, ætti þá ekki að ríkja lýðveldi á Kleppi líka ????

Þið getið rifist um í allan dag að það væri ekki gott fyrir sjúklingana sjálfa því þeir eru geðveikir og ef þeir minndu komast í skæri þá væru þeir vísir til þess að kála sér eða annað slíkt….

(Ef þið ætlið að koma með eitthvað “þeir eru hættulegir öðru fólki”….Við erum með fullt af þjóðum út í heimi sem virðast vera algjörir vitleysingar, margar þeirra með kjarnorkuvop, efnavopn eða annað slíkt…)

Er ekki hægt að koma með sömu rök fyrir sumar þjóðir útí þessum guðs blessaða heimi oss ?

(Afsakið stafsetningarvillur, þreitturr ;)
Ebeneser