Til þess að tilgangur sé til staðar, þarf nokkra þætti:

Athöfn: Það sem framkvæmt er; eða bara meðal (e.“means”).

Tími: Þar sem athöfn gerist í tíma, er hún honum háð. Tilgangur er ss framvinda og þal háður tíma.

Vilji: Athöfn þarf að hafa sprottið af vilja e-s. Annars væri um hendingu að ræða.

NB. niðurstaða athafnar er ekki nauðsyn fyrir tilvist tilgangs. Þar sem tilgangur býr í vilja þess sem veldur athöfninni, líka áður en hún hefur náð fram að ganga; þe náð niðurstöðu sinni.

Meðvitund: Vilji krefst meðvitundar, til að hann sé ekki vélvirkni. Vilji er ss aðeins afleiðng meðvitundar.


OK til að summa þetta upp:

Ég vil rekja tilvist tilgangs uppfrá e-r uppsprettu á eftirfarandi hátt:

TÍMI>MEÐVITUND>VILJI>ATHÖFN

Þetta eru ss þeir þættir sem ég greini nauðsynlega, fyrir tilvist tilgangs, þe merkingu hugtaksins “tilgangur”.

Það má dela um hvort rétt sé að raða þessum þáttum á þennan hátt, eða raða þeim yfir höfuð. Þetta er aðeins mín útfærsla, sem ég mun breyta án fyrirvara ef mér sýnist annað réttara.


En svo ég leyfi mér að tala frjálslegar, þá er tilgangurinn afsprengi okkar egin heila, þe meðvitund. Þetta er okkar aðferð til að skilja heiminn og taka þátt í honum.

Til hvers að framkvæma athöfn?
Af þessari spurningu sprettur tilgangurinn.

Hver tilgangur athafnar er, veltur á vali viljans.

Aðeins sá sem veldur athöfn getur sannarlega vitað tilganginn, utanaðkomandi geta getið sér til um hann, eða trúað orðum þess sem framkvæmir athöfnina. En aðeins sá sem framkvæmir athöfn getur sannarlega vitað tilgang hennar.

Athafnir sem framkvæmdar eru án vilja, td “óvart”, “slys” og þh, eru án tilgangs.


Varðandi tilgang lífsins. Af ofangreindu, þarf vissa þætti svo að tilgangur geti fyllt merkingu hugtaksins “tilgangur”. Vissir þættir þurfa ss að vera til staðar svo tilgangur eigi sér stað.

Til að finna tilgang lífsins í víðustu mynd þess, þarf að finna framkvæmanda athafnarinnar “líf”, hann þarf að hafa “vilja”, þal meðvitund. Við vitum að athöfnin á sér stað í tíma. (Við íþm höldum að tími sé til og sé “að verki” í lífinu og eða tilveru þeirri sem sett er saman úr reynslu okkar.)

Það er augljóst mál að við getum framkvæmt athöfn með tilgang og skýrt þann tilgang “Tilgang lífsins”. En sú skýrn er marklaus, eða mark lítil. Það ætti að vera augljóst af ofansögðu.


Ég dreg mig í hlé og segi takk.
Kv.
VeryMuch