Sælir.
Smá biblíupæling hjá mér.

Samkvæmt biblíunni (Mósebók 20:16) þá segir guð okkur að vera sannsögul. Miðað við það eigum við að vera sannsögul því guð segir okkur að vera það. Það er semsagt rangt að ljúga því guð segir það!

En gefur þetta ekki til kynna að fyrirskipanir guðs séu geðþóttaákvarðanir? Guð hefði alveg getað fyrirskipað eitthvað allt annað!

Hann hefði tildæmis alveg getað fyrirskipað okkur að ljúga! En þá fara trúaðir að spá “guð hefði aldrei fyrirskipað okkur að ljúga!!”….. Af hverju ekki? Ef guð væri fylgjandi lygum þá væri ekki rangt að ljúga er það nokkuð?

Ég lærði smá í stærðfræði og gæti alveg sett þetta í jöfnu. Jafnan “X er gott” þýðir í raun “x er fyrirskipað af guði” og enn “Fyrirskipanir guðs eru góðar” og enn og aftur “fyrirskipanir guðs eru fyrirskipanir guðs” sem segir okkur akkúrat ekki neitt en samt skemmtileg pæling….

Ef við segjum sem svo að “fyrirskipanir guðs eru góðar” þá skiptir ekki í raun máli hverjar fyrirskipanirnar eru því þær væru allar góðar. Þetta gerir allt það góða sem guð á að hafa gert að engu því hann hefði í raun alveg getað gert hið gagnstæða!

Það er hægt að redda sér frá þessu, ef maður er trúaður, með því að segja að guð segi okkur að fara eftir boðorðunum því þau eru rétt. Guð er semsagt óendanlega vitur og fattar þá hvað er rétt og segir okkur því (í boðorðum tildæmis) hvað er rétt.

Ef þið trúuðu fallist á það að guð sé óendanlega vitur og því segi hann okkur hvað sé rétt og hvað sé rangt þá erum við í raun að fallast frá guðfræðilega skýringunni á réttu og röngu. Rétt og rangt er þá til hvort sem guð er til eða ekki. Ef þið fallist á það að ef guð skipar okkur að vera sannsögul því að það er “rétt” að vera sannsögull þá eruð þið að fallast á það að það er til eitthvað sem er “rétt” og “rangt” óháð vilja guðs. Guð semsagt sér muninn á réttu og röngu en hann gerir ekki muninn.


A : Að fara eftir boðorðunum er rétt því guð segir það.

B : Guð segir okkur að fara eftir boðorðunum því þau eru rétt.

(eins og þið sjáið stórmunur hér á)

Semsagt ef A er rétt þá byggjast boðorðin á geðþótta guðs og gæska guðs verður merkingarlaus. Ef B er rétt þá er til rétt og rangt óháð vilja guðs.

Fyrir trúaða hlýtur að vera að erfitt að sætta sig við að gæska guðs sé merkingarlaus. Því hlýtur svar B að vera réttara; og þá er til eitthvað rétt og rangt sem guð hefur ekkert með að gera. (guð almáttugur?)

Kveðja Gabble
“Það sem aldrei hefur gerst getur alltaf gerst aftur”