Ekkert hefur engan massa, enga orku, enga stefnu, enga hreyfingu
og þar af leiðandi líður þar enginn tími.

Tími er umdeilt hugtak, einnig allt og ekkert. En samt erum við með
vissar kenningar um þetta þrennt sem við getum verið sammála um.

Tími er mælieining á hversu lengi hlutur er að ske.
Allt er andhverfan á engu.
Ekkert er andhverfan á öllu.

Ekkert er það sem væri núll á öllum mælieiningum. Hefði engan
hita, hefði enga lengd, hefði ekkert rúm og þar af
leiðandi tæki engan tíma.

Tími líður, hlutir gerast.

Ef allt er andhverfan á engu hlýtur allt að vera hinn endin á
öllum mælieiningum. Hefði allan varma, hefði alla lengd, hefði
allan massa og tæki þá… allan tíma?

Eitthvað er svo hugtak sem er ekki allt og ekki ekkert og því
einhversstaðar á mælistikunni.

Allt = 1
Ekkert = 0
Eitthvað = 0 til 1

Heimurinn er til afþví eitthvað er til og tími líður vegna þess að
eitthvað hefur massa og hita og hreyfist því og tekur tíma.

Allt er í raun “summa” “alls” “eitthvað” sem er til og ekkert í
raun “ekkert” “eitthvað” sem er til.

Hvernig sem stendur á því þá líður tími vegna þess að heimurinn er
til. Ef ekkert hefði verið til á undan því hefði enginn tími verið
til og því bara það sem er til, ef ekkert kæmi eftir að allt væri
til tæki það engan tíma og því óþarft. Þetta er eins og stærðfræði
dæmi: 0+1+0 núllin eru óþörf. Því getur ekkert verið í raun hvar
sem er t.d. 0+0,5+0+0,5+0 eða 0,2+0+0,8 o.s.frv. ekkert er alstaðar
en samt hvergi. Því er heimurinn endalaus…