Ignorance is bliss. Segjum við og hugsum um annað, hvers vegna gerir enginn neitt? Ástandið æpir við okkur en “ignorance is bliss”
og við snúum okkur að öðru.
Þarf ástandið að vera þannig að mannréttindi séu brotin? Hvernig getum við sem manneskjur látið svona viðbjóð viðgangast? Hvað er að þessum sjálfselska heimi? hvers vegna gerir enginn neitt?
islam er falleg trú, mér finnst það allavega en hvernig mennirnir þarna fara með konurnar sínar er hneyksli! Ég skil ekki hvers vegna þetta er látið viðgangast hér í vesturlöndum, þar sem jafnrétti á að gilda!
Við getum alveg gert eitthvað, en sleppum því bara, á meðan konur t.d í Sádi Arabíu eru algerlega réttlausar og algjör eign karlmanna keyrum við hinar um á bílunum okkar alg´örlega frjálsar ferða okkar. Þær hinsvegar, meiga ekki hafa sjálfstæðan vilja, ráða ekki hverjum þær giftast og hafa engin mannréttindi til að tala um!
Þær meiga ekki bera vitni og ástæðurnar fyrir því eru fáránlegar! Þær þurfa að ganga um huldar frá toppi til táar og ganga með svokallað Abaya sem er net fyrir augum þeirra. Ríkir menn kaupa sér einfaldlega stúlkur og nauðga þeim að vild.
Sumir eiga meira að segja kvennabúr fullt af 8-18 ára stúlkum.
Sádí Arabía er að sjálfðsögðu bara eitt dæmi um misrétti kvenna í Mið-Austurlöndum. Þær meiga ekki keyra, vinna, hjóla þetta er bara eins og farið var með gyðingana í seinni heimsstyrjöldinni og aftur gerir heimsbyggðin ekki neitt fyrr en það er orðið of seint. Það er ekki hægt að segja að þetta sé hluti af þeirra trú, því það er einfaldlega ekki satt.
Spámaðurinn sjálfur var góður og mildur við konur og sagði að það ætti að fara vel með þær þótt þær þættu kannski lægra settar en karlmenn. En það sama stendur í biblíunni, þar er alveg hægt að finna jafnmikið kynjamisrétti og í Kóraninum. Það eru bara karlmennirnir í þessum löndum sem hafa snúið þessum orðum upp í eitthvað óeðlilegt. Konur eru oft ekki meira virði en kýr í sumum löndum. Ungri prinsessu í Sádi Arabíu var drekkt vegna þess að hún talaði við útlendinga í símann. Annarri var refsað fyrir að verða ástfangin af bandarískum manni með því að læsa hana inn í algjörlega myrku herbergi til æviloka. Það var algjörlega hljóðeinangrað og hún fékk mat í gegnum litla lúgu. að lokum varð hún geðveik og dó síðan. Nýlegasta dæmið er þó að 11 konum var ekki bjargað úr brennandi húsi af því að þær voru ekki í viðeigandi klæðnaði og því bara látnar brenna inni! Hvers vegna látum við þetta viðgangast?
Hvers vegna gerir enginn neitt?
cecilie darlin