Vélmenni með mannsgreind! Ég sá kvikmyndina A.I. um daginn og hef lengi verið að hugsa um vélmenni og gervigreind og hvernig framtíð við mennirnir gætum horfst í augu við!

Að búa til vélmenni sem getur talað, hugsað, haft skoðanir og verið félagslegur er alls ekki ómögulegt, fjarri því!
Vandamálið er bara að það er kostnaðarsamt og það er enginn raunverulegur markaður fyrir vélmenni með greind. Það er stöðugt að koma nýjungar í sambandi við tölvutækni og raftækni. Það er meira fjármagn notað í róbota sem búa til bíla og tæki heldur en vélmenni sem hafa greind. Bílaframleiðandinn Honda hefur búið til nokkrar týpur af vélmennum sem líta út eins og geimfarar, og geta bara gengið um og tekið upp hluti!

Ef fyrirtæki eða stofnanir í framtíðinni skyldu einn daginn takast að búa til vélmenni með gervigreind, það kæmi trúlega eitt vandamál, hvernig eigi að forrita tilfinningar, kvíða eða hræslu, hvað þá með gleði eða hammingju!
Til að gera vélmenni sem hagar sér nákvæmlega eins og maður (sálrænt). Þá verður maður að sleppa að forrita vélmennið, vélmennið verður að læra eins og barn, hvernig það eigi að taka skynsamlegar ákvarðarnir og læra hugsa og horfast í augu við fólk og svo framvegis. Það mun taka langan tíma fyrir vélmenni að læra, ekki endilega lengur en það tekur börn að læra og þroskast! Þá getur maður kannski sagt að vélmenni muni hafa mannsgreind í stað gervigreind, samt held ég að vélmenni muni alltaf hafa þann kost að hægt sé að gera við “heilann” í vélmenni en ekki í manni!

Nú hrista eflaust margir hausinn vegna þess að margir trúa því að við mannfólkið höfum sál! Ég vill ekki gefa slæmt orð um kristindóm eða önnur trúarbrögð, en því miður er sannleikurinn sá að enginn dýr eða mannfólk hefur sál, við höfum vitund sem deyr með okkur! og sannleikurinn um hvernig mannslíf byrjar og endar tekur mig allt of langan tíma að útskýra!

Við mannfólkið erum alls ekki svo flókinn eða óútreiknaleg! og oft þegar sýnt eru vélmenni í kvikmyndum sem eiga að gerast langt í framtíðinni, þá eru þau svo kuldaleg og umhverfið í kring líka. Ég veit samt ekki með vissu hvaða hlutverki vélmenni munu þjóna í framtíðinni, en það mun alls ekki vera eins og er í kvikmyndum!
Það geta líka komið vandamál ef vélmenni byrja að vinna vinnu sem menn gera, eiga vélmenni að fá laun og borga skatta eins og við? eða eiga vélmenni að fá rétt á málfrelsi og mannréttindi?

Þetta er spennandi pæling, og manni langar næstum því til að byggja sitt eigið frumstætt vélmenni. En ég held að ég ljúki minni umfjöllun um vélmenni með greind og vona að einhverjir hafi áhugaverða skoðun á þessu máli.



Robotics will soon be the future of humanity!