Þú stendur í eldhúsinu, það er mjólkurglas á borðinu við eldavélina. Þú snýrð þér við, og glasið dettur í gólfið og mjólkin fer út um allt.
Þér er kennt um að hafa ekki farið varlega.

Lítið barn er með mjólkurglas á gólfinu, það leggur það frá sér og fer. Þú kemur labbandi og sérð það ekki, og sparkar óvart í það með þeim afleiðingum að glasið brotnar og mjólkin fer út um allt.
Barninu er kennt um verknaðin.

— Hverjum var það að kenna? —

Mín skoðun á heiminum er sú að allt sem gerist, gerist út af því sem á undan fór. Það sé allt ‘útreyknanlegt’ og allt fari eftir áhveðnu munstri sem er óbreytanlegt. Þú hendir bolta í vegg og hann skoppar áfram, þú veist að hann skoppar áfram því þú kannt að reykna það út. Að sjá í framtíðina er einfadlega að geta reyknar út erfiðari jöfnu! (Tala um það í annari greyn).

Dæmið um mjólkina og manninn sem rakst í hana má líkja við þetta dæmi

Mjólkurglas + Maðurinn = Slys
1+2=3

Þú getur ómögulega fullyrt að það sé 1 að kenna að árekstur við 2 valdi því að 3 komi, og ekki heldur hægt að kenna 2 um að árekstur við 1 valdi því að 3 komi.


— Er hægt að dæma þann sem skrifaði dæmið? —

Er Guð (meinandi ‘skapari’ en ekki hinn kristni guð) ábyrgur fyrir öllu sem gerist? Er það honum að kenna að þú helltir niður mjólkurglasi við matarborðið þegar þú varst lítill?


Þegar þú hendir bolta í vegg, hvort er það boltanum eða veggnum að kenna að hann skoppi?

–Boltanum?
Nei, því að ef veggurinn hefði ekki verið þá hefði boltinn ekki skoppað.

–Veggnum?
Nei, ef boltinn hefði verið á meiri ferð þá hefði hann farið í gegn.

eða!, er hægt að kenna þeim sem kastaði boltanum? Hann réði bæði stefnu og hraða boltans, og hann gat ‘reyknað’ dæmið út áður en hann varð þess valdandi.



Svo, þetta gerir Guð ábyrgan fyrir öllu sem gerist?
Glæpamenn eru saklausir, því þeim var alltaf ætlað að gera þetta, þeir höfðu engan valkost?
Móðir þín elskaði þig, aðeins því hún hafði engan valkost?
Þú horfir á sjónvarpið, því það er gert ráð fyrir því?

Þetta líf.. er eins og að lesa bók, málið er bara.. að persónurnar gera sér ekki greyn fyrir því að þær VERÐA að gera eins og textinn(reglurnar (þas. stærðfræði,eðlisfræði)) segja.



Blame God, cuz only he had the change to grap the ball.. before it hit the wall!