Ég hef ekki lagt neitt til málana hér á heimspeki í töluverðan tíma. Það er mín afsökun fyrir því að svindla dálítið. Ég sendi hér kópíu af korki sem ber titilinn “Hvað er list?” á addressunni "http://www.hugi.is/bokmenntir/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=324816&iBoardID=362&iStart=10". Ég vona að ég hafi ekki rofið samhengið sem ætti að vera til staðar í samræðum sem þessum, en ég reyndi að klippa það ekki algerlega í sundur.

Mér hefur þótt umræðurnar á heimspekinni verið eilítið flatar undanfarið, og það er enn önnur afsökun fyrir þessari endurtekningu á sjálfum mér; auk þess, að sjálfsögðu, að vera phenominally skraufþurr og andlaus e-ð þessar síðustu og verstu stundir.

Ss, here goes nothin!


[Þetta er frá dags: 26. feb 2002]

——————————————————————————————–
“Ég ætla að leyfa mér að troða mínum pælingum hingað inn á listirnar, og gerast jafnvel svo djarfur að halda mig við heimspekilega nálgun.


List er MERKING.

Thats it. ;)

Það er okkar að lesa Merkinguna, og listamannsins að planta henni í verk sín.

Færri orð eru betri í þessu máli.

Takk
VeryMuch”

———————————————————————————————
Hér kemur Gthth með tímabærar athugasemdir:

1) Er þá öll merking list?
2) Hvort á að leggja samsemdar- eða umsagnar-skilnging í “List er merking.”? Þe er list það sama og merking, eða list er merking? (Í seinna tilvikinu; væri list nauðsynlegt silyrði listar.)
3) Ef um síðari möguleikan er að ræða, þá vantar uppá að fullnægjandi skilgreining liggi fyrir.

———————————————————————————————-
Ég svara svo eftirfarandi; athugasemdum frá Gthth:
—————————————————– —————————————–

“Ég á væntanlega við ”umsagnarmerkinguna“.

En þetta var óttarlega snubbótt hjá mér.


OK ég ætla að hætta mér út á þann hála ís að skilgreina meira.

Ss list samanstendur af tveimur þáttum. Tækni og innihaldi. En þetta ætti kannski að vera ”Aðferð og Merking“.

Aðferðin: er tækni listamanns við að koma merkingu á framfæri, svo sem efni og miðill, auk hreinnar kunnáttusemi við þessa iðju sína, hver svo sem hún er.

Merkingin: er það sem Aðferðin miðlar. En hana þarf að lesa, eins og þennan texta hér. Sumt er ”skrifað“ þannig að það þarf að ráða merkinguna. Merkingin gæti jafnvel verið þess eðlis, að erfitt er að miðla henni. Jafnvel er Aðferðin eina leiðin til að miðla þessari ákveðnu merkingu. Klisjan um að mynd sé á við þúsund orð, á við í þessu sambandi. En þó er hægt að tala um merkingu sem ekki er hægt að miðla með mynd, eða kannski þarf e-ð meira til.

List: Getur ekki verið til án Merkingarinnar. En hugsanlega án aðferðar. Tilviljun gæti hugsanlega orsakað merkingu. Kannski eins og steinar sem eru eins og andlit í nakinni náttúrunni. En við gætum etv sagt að LIST hjóti að vera manngerð. Það er svo sem fínt.

Ef list þarf að vera manngerð þá er hún væntanlega framkvæmd viljandi, eða með e-r ásetningi. Við skulum því segja sem svo að list þurfi tvennt til að vera. Þe Aðferð og Merkingu.

Vangaveltur: Merking er í mörgum lögum. Merking hvílir á merkingu. Eins og kerfi hvílir í kerfi. Ég dreg tákn í sand. Td eins og hver bókstafur táknar ákveðið hljóð í táknkerfinu sem við erum að nota núna. Ss ég dreg línur í sand, þeim er gefin sameinginleg merking, er skipt í stafi, sem hver táknar hlóð, og hlóðin eru tenging í annað táknkerfi þe tungumálið, þar sem hljóð tákana hugtök, sem allt hvílir í hugsun okkar, þe öll merkingin er rakin til hugsana og tákna fyrir þær, svo þeim sé mögulega deilt milli huga. Letur er kerfi, mál er kerfi, til eru mismunandi kerfi af þessum gerðum, stærðfr er einnig kerfi, en stærðfræðina er hægt að draga í sandinn líka, eins og Píþagóringarnir gerðu forðum, srik í sandi eftir fingurgóma manna öðlast merkingu. Eins og fótspor í sandi, hafa þessi tákn mikla merkingu. Við vitum hve mikið fornir veiðimenn gátu lesið í fótspor td í sandi. Þeir geta meira að segja dregið þau í sandinn upp á nýtt, ss endurgert þau, og þannig kennt td tilvonandi veiðimönnum það sem þeir vissu. OK

Fótspor í sandi hafa merkingu, sem eiga rætur í huga okkar. Það er verðug pæling að velta því fyrir sér hvort dýrið og sporið séu í raun tvennt aðskilið eða í raun bundin órofa böndum, í rauveruleika okkar, tíma og rúmi. Ég vil segja að dýrið og spor þess, séu bundin órofa böndum í raunveruleikanum sem bindur okkur, tíma og rúmi, allt er þetta samangandi Lögmál og framvinda, órofa heild. Veiðimennirninr sáu samhengið með sínu innra samhengi (skynsemi), ákveðin dýr láta eftir sig ákveðin vegsummerki, ákveðin tákn. Veiðimennirnir sáu, skildu, og merking er orðin til í huga þeirra. Gott og vel.

Stærðfræði er dregin í sandinn. Við styðjum einum fingri í sandinn og eftir er far eftir fingur. Fleiri fingur marka sandinn. Menn gefa mismiklum fjölda þessara fara, merkingu. Fyrst kannski, ”einn“ og svo ”margir“; síðar ”einn“, ”tveir“, ”þrír“ og ”margir“ sbr frubyggja Ástralíu. Þannig uppgvötvar maðurinn eða finnur upp talnakerfið, ég vil segja uppgvötvar. En þetta er ekki búið. Maðurinn fer að draga form í sandinn. Línur búa til lokuð form, svo sem þríhyrninga og marghyrninga, í 2víddum. Eliment Euclids eru vitnisburður um þessa þróun, og uppgvötvanir. Þe að maðurinn fer að sjá óumbreytanlegt samhengi, lögmál, mynstur, í því hvernig samband fjölda,lína, horna, og hrings er háttað. Merking sprettur úr sandinum, eða skulum við segja úr mynstri hugarfylgsna okkar.

Maðurinn dregur myndir í sandinn. Tveir punktar hlið við hlið, með lágréttu striki fyrir neðan, og allt þetta afmarkað með hring. Undarlegt hve einfaldasta teikning af andliti hefur mikla merkingu. Veltu því fyrir þér að þegar þú hefur teiknað mynd af þekkjanlega mannlegu andliti, eða ert bara með ljósmynd af manneskju, þá verður undarlega erfitt td að stinga títuprjóni í auga myndarinnar. Þó er þetta bara blek og pappír. En það sem er aukreitis er merkingin. Það er hún sem gerir okkur hikandi að stinga prjóni í viðkvæma staði myndarinnar. Það er e-ð ekki rétt við það, það er eins og myndin hljóti að finna til, eða persónan sem myndin táknar hljóti að bíða skaða eins og táknið sjálft. Við menn erum ólíkindatól. ;) Ó sei sei já. :)

Letur var upphaflega samsett úr myndum. Ekki satt? En það er í raun auka atriði hvaða leið þróunin fór nákvæmlega, hún á sér sömu upptök. Myndir höfðu fyrst hliðstæða merkingu við raunveruleikann, þe hliðstæður í reynsluheimi manna. En eins og td stærðfræði er abstrakt, og tungumál ræðir um abrstakt hluti, fóru þessar myndir að taka abstrakt merkingu, svo sem hljóð og hugmyndir, tilfinningar eða líðan. Við notumst einmitt við kerfi sem samanstendur af táknum sem hafa abstrakt merkingunua að tákna mismunandi hljóð, sem hafa svo merkingu í öðru og eldra kerfi tungumálsins. En eftir stendur að letrið getur verið mynstur í sandi. Staða sandkorna með tilliti til annara sandkorna, bera skilaboð, eru þunguð merkingu.

Í dag drögum við tákn með segulsviðum, á disklinga í tölvum og þh. Allt það byggir á grunndvelli raka. Að vera eða EKKI að vera. En mynstur ”0“ og ”1“ eru þunguð merkingu. En ”0“ og ”1“ vitnar í kerfi sem ákvarðar td hvaða leturtákn eða tala runa af ”0“ og ”1“ mynda. Leturtáknin vitna svo í enn annað kerfi sem hefur ákveðna merkingu, og afleiðingu í vinnslu tölva. Allskyns forritunarmál eru til, eins og þér er að fullu ljóst, og forritunar málin eru notuð til að mynda nýja merkingu. Jafnvel þá merkingu sem fær geimfar til að lenda á Tunglinu og komast til baka! Eins og spor dýrsins er bundið því órjúfanlegum böndum raunveruleika tíma og rúms, þá er foriturnarmál og virkni geimfars, bundið órjúfandi böndum í raunveruleika tíma og rúms!

Maðurinn er maskína. Maskínur hafa eðli hugtaksins samkv innri virkni. Menn hafa innri virkni. Virkni manna hefur mótast skv lögmálum þróunar, sem ég ætla ekki að fara að fjölyrða um eða rökstyðja sérstaklega. Okkar ferli eru mótuð af hag okkar í náttúrunni og samskiptum okkar við hana. Þetta er td hægt að greina í heila manna; ss að ákveðin svæði þekkja lágréttar línur, og lóðréttar; auk þess er stórt svæði í heila okkar sem er helgað því að þekkja andlit, og væntanlega svipbrigði líka. Þarna er mysnstur okkar falið. Náttúran hefur markað huga okkar eins og dýr hefur markað spor í sandi. Gerð okkar er ”fótspor“ náttúrulögmála og tímans, spor ytra umhverfis sem markar okkur (sandinn) í sífellu (í tíma). Við erum bundin órofa böndum við uhverfi okkar, eins og dýr og spor þess, í raunverluleika tíma og rúms, í Lögmálinu.

Merkingin býr eðli hennar skv aðeins í huga okkar. Merkingin er eins og spor í sandi, tengt órjúfanlegum böndum í tíma og rúmi, í Lögmálinu. Merkingin er spor í huga okkar, markað af umhverfinu. Umhverfið og merkingin eru tengd órofa bödnum með Lögmálinu, lögmáli alls, eða bara náttúrulögmálunum. Umhverfið, þróunin, móta spor í huga okkar, sem er merkingin. Jæja ok nóg af svo komnu.

List er Aðferð og Merking.

Góð list er etv aðferð sem felur í sér mikla merkingu. Aðferð sem felur í sér merkingu, sem er ekki hægt að tjá á annan hátt, eða með hefðbundnum hætti. Aðferð sem nær að segja eitthvað sem er ósegjanlegt á venjulegan hátt. Gott ljóð, nær oft að fanga svo miklu meira. Þú skilur. Aðferðin skiptir í raun litlu máli, en merkingin er markmiðið. En sú merking sem miðlað er á upptök sín í höfði listamannsins, og hann ætti að vera dæmdur af merkingunni sem hann nær að miðla. Mikill listamaður spilar á mennina eins og orgelleikari á orgel. Náttúran hefur mótað okkur á þann hátt að við höfum ákveðna ”takka“ sem eru afmarkaðir. Td það að tveir punktar og strik afmarkað í hring, er túlkað samstundis sem andlit. Merkingin er í okkur, þess vegna spilar listamaðurinn á okkur, og auðvitað fyrst á sjálfan sig. Þetta er málið. Listin mótast af manninum, hvað hefur merkingu, og merkingin er í okkur. En sömuleiðis er heimurinn í okkur, þar sem við getum aðeins kynnst heiminum með skilaboðum frá skynfærum okkar, og við erum þal fangin í okkur sjálfum eins og merkingin. En við erum merking. Við komumst ekki útfyrir merkinguna. Við getum ekki fundið eða skilið eða verið án merkingar. Þe án merkingar erum við án meðvitundar. Líkami okkar gæti starfað án meðvitundar, en það sjónarhorn er okkur að fullu hulið, og þal getum við einu sinni ekki fullyrt að það sé hægt. En við getum talað um möguleikan á starfsemi líkama án meðvitundar, af því að við höfum séð aðra án meðvitundar, og það hefur merkingu fyrir okkur. Nóg af þessu.

Þessi texti minn er auðvitað fullkomlega óásættanlegur hvað varðar skýrleika og vinnubrögð, en ég hef ekki nennu til að gera þetta betur núna á þessum tímapunkti.

Merkingin býr ss í okkur. Merkingin býr í listamanninum. Listamaðurinn býr yfir aðferð, og miðlar merkingu úr huga sér. Útkoman er LIST. Gildi hennar dæmist af merkingunni, EKKI af aðferðinni. Þar sem að léleg aðferð kemur niður á merkingunni og merkingin því enn útgagnspunkturinn.

LIST er því einnig enn ein aðferð til samskipta. Líkt og allt sem ég hef áður nefnt. LIST er bara í fremstu víglínu þess að miðla Merkingu. LIST tekur við þegar hefðbundnar samskiptaaðferðir þrjóta.

Fyrir þá sem halda að þessi skilgreining útiloki list sem beitir hefðbundnum samskiptaaðferðum, vil ég benda á það sem felst milli línanna í þessum hefðbundnu samskiptaaðferðum. Hvað felst þar? Jú aukin merking. Td hvað gerir góða skáldsögu? Gott ljóð? Málverk? Ljósmynd? Gjörning? Leikrit? Byggingu? Góða ”fyrirbæralist?

Allt kemur þetta niður á sama stað. Já þú vissir svarið. MERKINGU. En við sjálf lesum þessa merkingu úr listinni. Eins og við lesum þennan texta. Þó að listin sé ekki lesanleg á sama hátt. Við þurfum að beita öðrum nálgunum í flestum tilvikum. List er eflaust misjafnlega augljós og auðlesanleg. Svokölluð “nútímalist” er kannski einmitt áberandi illlæsileg. Kannski þrífast margir “listamenn” á þessu þrönga svæði læsisins. Þe sumir þrífast á því að vera svo illlesanlegir, að þeir eru ekki lesanlegir, en halda því fram að “list” þeirra geimi merkingu. Mig grunar að það séu annsi margir “naktir keisarar” á gangi í listaheiminum, og mikil gróska í ósýnilegum vefnaði. ;) Kannski er það einmitt þetta klisju hugtak “póstmódernismi” :)) Ég veit það ekki. Ég segi bara PASS!!!

Bless og takk
VeryMuch

PS. Hvað þýðir “Salve philosophe!”; eða bara “salve”?"
———————————————————————————————

Svona hjómaði þetta á korkinum. Þar er enn meiri diskúsjónir um þetta, endilega kíkið á hann ef þið nennið að pæla meira í þessum pælingum. Eða bara kommentið hér fyrir neðan.

Kærar kveðjur
VeryMuch