Siðfræði handa Amador Nýlega las ég bókina Siðfræði handa Amador eftir Fernando Savater og ætla aðeins að segja stuttlega frá henni. Höfundurinn er frá Spáni og er einn vinsælasti heimspekingurinn þar og er fæddur árið 1947 . Savater hefur skrifað ófáar bækurnar um siðfræði, pólitík og fleira og eitthvað tekið þátt í pólitík á Spáni.

Bókin er skrifuð frá Savater til sonar hans, Amadors sem er þá 15 ára og skrifar hann bókina eins og hann tali beint við hann. Í bókinni reynir hann að segja Amador í suttu máli frá flóknu viðfangsefni sem ekki er hægt að segja frá á 200 blaðsíðum, siðfræðinni. Sú siðfræði sem hann útskýrir mætti segja að væri aðallega grunn-siðfræði, semsagt siðfræði sem gagnast manni oft í daglegu lífi með því að hjálpa manni að breyta rétt og svo framvegis. En eins og hann lýsti þessu með fyrstu orðum bókarinnar sem voru þessi:
„Þessi bók er ekki leiðbeiningabæklingur í siðfræði handa menntaskólanemum. Hún hefur hvorki að geyma upplýsingar um mikilvægustu höfunda né stefnur sögunnar í siðfræði. Í henni hef ég ekki reynt að gera hið skilyrðislausa skylduboð aðgengilegt almenningi…“

Fernando Savater 2000: 9

Savater harðneitar fyrir það að bókin sé á einhvern hátt ætluð sem leiðbeiningabæklingur, sjálfshjálparbók, eða hafi eitthvað tengt kennslu að geyma heldur aðeins smá kynning á siðfræðinni.

Kenningarnar sem hann kemur með í bókinni er ekki margar sem hann fer djúpt í aðallega kenningar um frelsið og svona og svo ein þar sem hann skiptir niður hegðun í boð, venjur og duttlunga. Boðin eru þá sú hegðun sem maður fylgir útaf því maður telur hana rétta, venjurnar það sem maður gerir af ávana og duttlungar það sem hefur litla ástæðu fyrir sér, eins og að sparka í kókdós sem er á vegi manns eins og hann tók sem dæmi.

Einni siðfræðiklípu veltir hann mikið fyrir sér og er það sú úr förum Aristótelesar með skipstjórann sem þarf að velja á milli þess að taka áhættuna á að komast bara kannski í land með áhöfn og farm eða losa sig við farm eða annað og komast örugglega í land. Ekki kemst hann að niðurstöðu um hvað er réttast að gera í þessari stöðu en telur þó upp ótal möguleika og vangaveltur.

Á heildina litið er bókin allveg ágæt þar sem hún á nú ekki að kenna manni allt um siðfræði og fara ofaní alla sauma allra kenninga siðfræði en þó gerir hann grein fyrir henni í grunnatriðum, og er mjög auðveld í lestri. Samt finnst mér hann mikið hjakka í sama farinu og oft endurtaka sig en ef til vill er hann bara að velta hlutunum enn betur fyrir sér og leggja áherslu á þá.

Heimildir:
Fernando savater
2000. Siðfræði handa Amador. Háskólaútgáfan, Reykjavík

Ef þú hefur lesið þessa bók hver er þín skoðun á henni?

Hvernig myndir þú leysa siðferðisklípu Aristótelesar?
Tíminn er eins og þvagleki.