Pælt í sálinni Ég hef lengi vel velt því fyrir mér hvað sálin er, hvar hún er og yfirleitt hvort hún “sé”.

Mér finnst líklegt að sálin sé bara vitund.

Mér finnst að ef það er sál í mér, þá er hún í hausnum… líklega þá heilanum.
Ef þú tekur af mér hendur og fætur, er ég þá ekki ennþá ég? Ok, haus og búkur eftir.
Sumir halda að sálin búi í hjartanu… kommon, fólk sem fær hjartagalla eða álíka og þarf að fá hjarta úr annarri manneskju fær ekki sál/vitund eiganda hjartans yfir á sig… eða hvað?
Ok, kynfærin… skapari afkomenda okkar. Eru þau ekki bara verksmiðja þar nýjar sálir eru framleiddar, unnar og flokkaðar? En, fólk getur misst dingalingið og enn verið það sjálft.

Ég er handviss að ef hægt væri að halda lífi í haus… nei, bara heila með tækjabúnaði þá værir þú samt þú sjálfur með vitundina í lagi. EN þig myndi vanta samt öll skynfæri til að sanna fyrir sjálfum þér að þú sért til í hinum áþreifanlega heimi. Þú myndir breytast í tölvu, haft getuna til að vinna út frá skipunum (á huglægann hátt) en, samt sem áður ekki verið viss um neitt nema þína eigin tilvist!

Þá kemur það… er hægt að þróa tölvu svo langt að hún eigi eftir að geta haft sína eigin sál? Þá er ég ekki að meina að setja heila úr manni í vélmenni og þ.h., heldur að búa til veru með sitt eigið egó. Sínar eigin hugmyndir um tilvistina.

Er svo hægt að eyða sálinni? Er tilvist eftir að líkaminn deyr?

Þetta eru allt forvitnilegar spurningar sem ég hef því miður ekki svarið við. Ég er ekki einusinni menntaður í heimspeki. Ég er bara að pæla út frá minni upplifun, þannig að þetta eru kannski ekkert nýtt eða merkilegt fyrir ykkur heimspeki-nördanna. =)

En látið endilega skoðun ykkar í ljós… hversu geggjuð sem hún gæti verið, ég er ekki viðkvæmur (er nú ekkert voða “sane” hvort sem er).