Guð er dauður, ritgerð. Vildi sýna ykkur ritgerð sem ég gerði í Heimspeki í skólanum. Er í 10. bekk svo þetta er kannski ekkert eitthvað mega ritgerð, ritgerð er það samt. :D

Ég ætla að skrifa um það sem Nietzsche sagði, „ Guð er dauður“ og pæla aðeins í því sem hann var að meina með því. Þessi setning er mjög misskilin og mistúlkuð. Margir halda að Nietzsche hafi bara verið kolklikkaður og sagt að Guð hafi bara dáið eins og maðurinn deyr. En það er ekki það sem hann meinti.
Einu sinni trúðu því allir að Guð væri einhver æðri vera sem stjórnaði öllu upp á himnum og þegar það voru eldingar þá var hann reiður og svo framvegis. Hann átti einnig að geta ráðið því hvort Jón Jónsson færi til himnaríkis eða helvítis þegar hann dæji eftir því hvernig hann hefur hagað sér í sínu lífi, en þá trúðu því margir að þeir væru raunverulegir staðir. Á þessum tímum var margt sem maðurinn bara hreinlega skyldi ekki og gat alltaf bara sagt: „Þetta er vilji Guðs,“ og afsakað þetta með því. Þegar þróunarkenningin fór að ryðja sér til rúms og frekari tækniframfarir fór maðurinn að geta útskýrt hluti sem hann skyldi ekki áður og hafði þurft bara að segja: „Þetta er bara svona,“ og því þjónaði orðið ‚Guð‘ ekki sama tilgangi lengur. Mörgum finnst þægilegt að leita til Guðs vegna vandamála eða annara hluta sem við munum líklega aldrei skilja eins og dauðan, líf eftir dauðan sem er nú mjög hæpið og þá á þessi afsökun, um að þetta sé Guðs vilji mjög vel við. Sumir halda það ennþá að maðurinn sé miklu æðra, fullkomnara og gáfaðara dýr en önnur dýr á jörðinni að það geti ekki verið annað en að Guð hafi skapað okkur öll sem mér finnst hin mesta vitleysa og vanvirðing við önnur dýr.
Nú á tímum hefur orðið ‚Guð‘ fengið nýja merkingu, frá því að vera æðri vera í það að vera hugtak, einnig himnaríki og helvíti og endurspegla þau núna gott og vont. Orðið ‚Guð‘ hefur núna merkinguna gott og vont, fyrir mér allaveganna en það eru örugglega allir með sína útskýringu á orðinu ‚Guð‘. Guð skapaði ekki manninn, maðurinn skapaði Guð og drap hann síðan með því að hætta að trúa og með því að vinna að vísindum, og þess vegna getur merkingin á bakvið orðið bara breyst hægt og rólega.
Mér finnst að ekki allt sé leyfilegt þótt að hugtakið ‚Guð‘ hafi breyst. Því að maðurinn hefur ennþá siðferðisvitund og lög til að fylgja. Mér finnst ‚Guð‘ ekkert tengjast því. Hver hefur sitt siðferði en flestir vilja þau það góða og eru síðan lögin til að halda utan um að siðlausir menn fari ekki að gera ranga hluti vegna þess að þeir halda að það sé rétt. Það er að segja, Guð var bara svona lög og reglur fortíðarinnar. Þar sem maðurinn bjó til ‚Guð‘ og allar reglur hans þá hlýtur maðurinn að geta fylgt sannfæringu sinni og gert það sem er rétt fyrir samfélagið en ekki bara sig einan.
Mér finnst þess vegna vit í þessari setningu Nietzshes, því að hugtakið ‚Guð‘ sem æðri vera er dautt og orðið að tákngervingi góðs og ills og myndi ég segja að hann hefur rétt fyrir sér ef ég á að dæma um það. Hinsvegar er ég ósammála þessum fræðimönnum sem segja að allt megi ef það á að marka þessa setningu Nietzshes. Vegna þess að hugtakið hefur bara breytt um merkingu og við getum ennþá metið athafnir okkar út frá okkar siðferði og reglum samfélagsins og þurfum ekki Guð til þess og hefðum þess vegna ekki þurft Guð, hann var bara svona hjálpargrind til að leiðbeina okkur og gera það rétta.

Hvað finnst ykkur um þetta?