Þetta er úr “Hinn vígði” ellegar “The Initiate” á ensku. Ekkert af þessu er frumskrifað af mér; ég er aðeins að deila með ykkur speki Justin Moreward Haigs (J.M.H.).



<<Moreward, talandi um „eignarrétt“ í hjónaböndum>>

Og nú verðir þér að fyrirgefa mér, að ég segi yður skoðun mína berum orðum: það er um yður eins og svo marga aðra, að hugmyndir yðar og skoðanir eru gegnsýrðar og fast mótaðar af heimskuþvættingi þess fólks, sem aldrei brýtur netit mál til mergjar og kemst því aldrei að kjarna þess. Munurinn er alls ekki eins mikill og þér haldið.

<<“Hvernig þá það?“ Er Moreward spurður>>

Þér og konan yðar hafið nú búið saman í ein tuttugu ár. Hefur því vafalaust á þeim tíma skapast vináttúsamband ykkar í milli.
Þér hafið látið eitthvert besta tækifærið, sem yður hefur borizt upp í hendur í hjónabandinu, ganga yður úr greipum, en þó er raunar enn þá ekki um seinan að bæta úr því. Þér létuð ónotað þetta óviðjafnanlega tækifæri til að sýna konu yðar samkennd.
Sú hugsun kemur yður ef til vill kynleg fyrir, en þér megið trúa því, að mér er alvara. Samúð með konu yðar í æþessu sökum væri einmitt vottur þess siðferðisþreks, sem við minntumst á áðan. Og það, sem meira er, ég get fullyrt, að þér mynduð ekki hafa verra af slíku.

<<Á ég þá ekki að berjast á móti framhjáhaldi konu minnar?“ Er Moreward spurður>>

Það er mikill munur á því tvennu, hvort eiginmaður gefur konu sinni leyfi til að fá sér elskhuga, eða hvort hann fyrirgefur henni, þegar hún hefur fengið ha,, fyrirgefur henni vegna þess að hann veit, að ástríðumagn hennar hefur verið svo mikið, að hún hefur ekki við það ráðið. Vinur minn!
Hvers vegna ásakið þér hana fyrir að vera of veiklynd til að geta sé af hinum manninum, þegar þér gleymið að saka sjálfan yður um að vera ekki nógu dáðríkur og andlega styrkur til að geta fyrirgefið henni?


<<Þegar áheyrandinn segir að hann óttist um álit almennings á honum, svarar Moreward þessu: >>

Í því að verða talinn fábjáni, eins og þér sögðuð, þá er ég hræddur um, að í augum almennings sé harðla oft naumasthársbreiddarmunur á hetju og heimskingja. En skoðað í ljósi sannleikans, þarf engin sá, sem er sannkölluð hetja, að óttast, þótt talið sé, að hann stigi ekki í vitið. Sjáið þér til;
heimskingjanum þykir ekki að því, vegna hégómagirni sinnar, að vera talinn hetja; en sönn hetja íottast heldur ekki að vera kallaður heimskingi, af þeirri ástæðu að hún er gersamlega laus við að vera nokkuð hégómagjörn.

<<Eftir að maðurinn hefur áttað sig á að Moreward hafði rétt fyrir sér, svaraði Moreward þessu:>>

Þarna getið þér séð, góði majór, að ég hef haft rétt fyrir mér, að konan yðar ann yður enn, og að ást hennar hlýtur að vera einlæg og innileg, þar sem hún getur, þrátt fyrir það að hún hefur fellt ástarhug til annars, varðveitt ást sína til yðar.
Eins og þér ef til vill munið, sagði ég fyrir skömmu við yður á þá leið, að engu líkara væri, en að þér hefðuð fengið þá trú, við einskonar dásefjun, að ein ástin verði annarri að fjörtjóni. Þetta er rangt. Það er einkenni sannrar ástar, að hún lifir það af, þótt nýr ástríðueldur blossi upp.

Við skulum nú reyna að líta ´málið, bæði frá sjónarmiði dáðrekkis og hagkvæmdar. Í fyrsta lagi ber hin sára sorg yðar yfir því, sem skeð hefur, vitni um það, að þér viljið ógjarnan missa konu yðar; og í öðru lagi þá viljið þér reyna að komast hjá því að vekja hneyksli. Þér hafið ennfremur sagt okkur, að oft áður hafi svipuð saga þessari gengið af manni þessu, og að hann muni sennilega, fyrr eða síðar, láta konu yðar eftir einaog yfirgefna. Einnig þess vegna langar yður til að sjá henni borgið. Umfram allt óskið þér, að yður mætti auðnast að vinna ást hennar; og til þess er ekki nema ein leið, sú, að fá hana til að koma heim aftur, og sýna henni samúð, ást og skilning, og síðan að bíða, þar til yðar tími kemur.
Væri ég í yðar sporum, vinur minn, þá held ég að ég myndi gera þetta. Það er, sannast sagt, ekki um aðrar leiðir að gera, ef þér eigið ekki að missa konu yðar að full og öllu, missa ást hennar, valda hneyksli og eyðileggja framtíð hennar, þar eð þér, sakvæmt yðar eigin orðum, neitið að skilja við hana að lögum.
Hafi þér aldrei gert yður grein fyrir því, að sá, sem ber sanna ást í brjósti, hugsar ætíð fyrst og fremst um hamingju þess, sem hann ann? Og jafnvel þótt þá hamingju sé að finna í armlögum annars, þá breytir það engu, sé um mann að ræða, sem ann af heilum hug.
Do not dwell in the past, do not dream of the future, concentrate the mind on the present moment.