ég rakst á mjög athyglisverða grein í einni bók sem ég var að lesa og þrátt fyrir reglur a huga.is læt ég reyna á það að setja hana hérna inn til að sjá hvað þið segið um þetta og hver eru þínar skoðanir á þessu máli, ég persónulega trúi ekki að tölvur geti nokkurntíman höndlað “skilning” það sé of stórt hugtak fyrir eitthvað eða einhver tæki sem eru gerð af mönnum., en greinin er svohljóðandi og er eftir Sir. Roger Penrose stærðfræðing:
“Mér virðist ljóst að skilningur sé fyrirbæri sem krefst meðvitundar, að vera sér að fullu meðvitaður um aðstæður er fyrsta skrefið til skilnings á því. Sýndarskilningur kann að skapast af mikilli vinnu við tölur en gagnstætt því getur sannur skilningur sniðgengið heilmikinn útreikning en hvorugt fyribærið getur komið í staðinn fyrir hitt, öllu heldur bæta þau hvort annað upp.
Ég held ekki að dauðar vélar geti nokkurn tíma komist yfir hyldýpið milli útreikninga og skilnings. Til þess að útskýra skilning tel ég að við verðum að stíga út fyrir venjubundinn ramma núverandi efnisheims okkar og líta á nýja efnismynd sem tekur inn skammtafræðiheiminn, ástand með stærðfræðilega gerð sem er að miklu leyti óþekkt. Þetta þýðir ekki að skilningur hafi engin tengsl við heilan reyndar held ég að ákveðin gerð heilavefja skapi hann.
Mannslíkaminn inniheldur það sem kallað er frymispíplu, örlitlar pípur sem eru einkum algengar í taugafrumum. ég legg til að píplurnar í heilafrumunum geti skapað stöðugt skammtaástand sem geti bundið saman virkni heilafrumna um allan heilann og þannig vakið skilning. Ástand af þessu tagi er ekki hægt að endurgera í tölvu. Rökin sem tillaga mín byggist á eru flókin og ég játa að sum þeirra eru óviss.Auk hins fræðilega hef ég sterka tillfiningu fyrir því að það sé augljóst að meðvitaður hugur geti ekki unnið iens og tölva. Þessi tillfinning, sem börn fá auðveldar en fullorðnir, hlýtur að vera nokkuð sem tölva gæti aldrei fengið.”
hvað segiði er þetta bull sem maðurinn er að tala um? í raun finnst mér þetta vera rétt það sem ég skil af þessu og ég er enginn brain í þessum vísindum..