Það er sjálfstraust! og það er einnig tilgangur lífsins að safna sjálfstrausti. Eftir miklar vangaveltur þá hef ég komist að þessarri niðurstöðu. Getið þið nefnt mér eitthvað sem er dýrmætara en sjálfstraustið eftir að þið hafið lesið þetta?

Sjálfstraustið heldur ykkur gangandi. Án sjálfstraust eruð þið eins og ég orða það ,,dauð“! kannski ekki líkamlega en andlega. Svoleiðis fólk fremur mjög oft sjálfsvíg. Fólk sem íhugar sjálfsvíg er líka fólk með lítið sjálfstraust. Fólk með lítið sjálfstraust er mjög óhamingjusamt. Fólk með mjög lítið sjálfstraust finnst lífið ekki þess virði að lifa því því það upplifir svo litla hamingju.

Ef þið eruð með mikið sjálfstraust þá eruð þið mjög ,,lifandi” og hamingjusöm. Ykkur finnst líf ykkar hafa tilgang og þess virði að lifa því.

Hægt er að safna sjálfstrausti með því að ná markmiðum sem eru einstaklingsbundin. T.d. ef þú reykir og þú hefur reynt og reynt að hætta því og þér tekst það að lokum þá hefuru náð markmiði og þá hefuru líka fengið meira sjálfstraust. Þú verður miklu hamingjusamari. Þú setur þér svo kannski annað markmið og þegar þú hefur náð því það verður þú enn hamingjusamari o.s.frv.


Ég hef reynslu af litlu sjálfstrausti. Ef maður lendir í því þá er maður sko sannarlega í djúpum skít skal ég segja ykkur. Því að sjálfstraustið virðist minnka með hverjum deginum sem líður. Ég hafði oft íhugað sjálfsvíg. Ég gat ekki horft framan í aðra og hafði einu sinni ekki sjálfstraust til að tala. Stutt orð eins og ,,já“ og ,,nei” gat ég rétt stamað út úr mér. Fullkominn dagur í skólanum var þegar ég þurfti ekki að segja neitt. Ég átti enga vini. Ég var svo langt langt frá allri hamingju og ég var meira dauð en lifandi. Ég var ósýnileg og næstum ekki til. Ég fann fyrir lífinu vera að fjara út. En vitið þið hvað? Ég eignaðist þessa frábæru vinkonu sem hjálpaði mér upp úr þessu. Alveg ótrúlegt hvað ein manneskja getur gert mikið fyrir mann. Ef þið þekkið einhverja manneskju sem er með lítið sjálfstraust þá hvet ég ykkur til að hjálpa greyið manneskjunni, hún þarfnast hjálpar og getur ekki hjálpað sér sjálf.

Semsagt já, þá er ég orðin allt önnur manneskja. Þessi manneskja sem hjálpaði mér kom mér af stað og síðan þá þá hef ég verið að safna sjálfstrausti. En það er til ýmislegt sem getur rænt manni sjálfstrausti. Varist að láta svoleiðis draga ykkur enn meir niður. Ekki hætta sjálfstraustinu! Þið sem eruð hætt að reykja, ekki stelast til að reykja og byrja svo aftur að reykja. Það mun draga ykkur niður. Þið eruð að hætta sjálfstrausti með því að reyna við manneskju. Ekki verða yfir ykkur ástfangin af manneskju sem þið þekkið lítið. Ef manneskjan sem þið eruð ástfangin af vill ykkur ekki þá tapið þið mjög miklu sjálfstrausti skal ég segja ykkur. Ég lenti í því. Það leiddi til þess að ég byrjaði aftur að reykja og þá minnkaði sjálfstraustið meira, leiddi til þess að ég fór að sofa hjá strákum sem ég vildi í raun ekkert með hafa og sjálfstraustið minnkaði meira. Já, svona getur ástin farin með mann. Allt ástinni að kenna. Þetta er eins og fjárhættuspil nema þið leggið sjálfstraustið undir. Þið verðið að safna sjálfstrausti. Um það snýst lífið. Meiri hamingja!

Núna er ég loksins farin að jafna mig á þessu ástarmáli og mér hefur tekist að hætta að reykja og ég á mér líka stóra drauma sem ég stefni að. Ég ætla að verða hamingjusamasta manneskja í heimi!!