,,Þetta er ekki pípa'' Í þessari greinagerð mun ég gera grein fyrir málverkinu La trashions des images eftir Rene Magritte. Málverkið er einföld mynd af pípu sem minnir mest á tóbaksauglýsingu en undir er áletrað „Ceci n‘est pas une pipe“ sem þýðir „þetta er ekki pípa“. Til að byrja með hugsaði ég: jú víst er þetta pípa, en svo pældi ég aðeins í því hvað hann ætti við og þá fattaði ég að ég hafði verið að sækja vatnið yfir lækinn og fattaði hvað hann átti við, í raun er þetta ekki pípa heldur málverk af pípu.

Nafnið á málverkinu, La trahison des images, sem þýðir(lauslega) Sviksemi myndanna, gefur til kynna það sama og Platon talar um í einni samræðu sinni í bókinni, ríkið þar sem hann talar um blekkingar lista og listamanna. Samkvæmt frummyndakenningu Platons eru pípur eftirlíkingar á þann hátt að efnisheimurinn sé bara eftirlíking af frummynd semsagt að heimurinn sé eftirlíking af fullkomnum heimi sem er þá frummyndin. Á þann veg gerir það málverk að eftirlíkingu af eftirlíkingu. Og á þann hátt samkvæmt Platoni eru málverk enn ómerkilegri en hlutir efnisheimsins, semsagt í þessu tilfelli pípan sem þetta er málað eftir.

En þarna komum við niðrá eina af spurningum Platons í ríkinu:

„Að hvoru miðar málaralistin hverju sinni, að líkja eftir veruleikanum eins og hann er eða ásýndinni eins og hún birtist? Hvort er hún eftirlíking sannleika eða sýndar?“(Ármann Halldórsson og Róbert Jack 2008; 184)

Þar svarar sá spurði: sýndar, sem ég myndi telja að væri í flestum tilfellum rétt og því fjarlægist það sem málað er, sannleikann með því að verða eftirlíking af eftirlíkingu. Hægt er að líkja þessu við frásögn, eftir hverja endursögn af sögunni fjarlægist hún alltaf hina raunverulegu atburði. Einnig eru skilaboð málverksins mjög margþætt en er til dæmis hægt að segja að þau séu þau að maður eigi fyrst og fremst að dæma af eigin reynslu heldur en frásögn annarra.

Einnig hefur heimspekingurinn Michael Foucault skrifað um þetta málverk í bókinni This is not a pipe þar sem hann reyndar fjallar um það á allt annann hátt en er gert í þessari greinagerð.

Þar sem ég er uppiskroppa með orð ætla ég bara að hafa þetta svona stutt og laggott í staðinn fyrir að fara að tala í hringi og rugla sjálfann mig í ríminu.


Heimildir

Ármann Halldórsson og Róbert Jack.
Heimspeki fyrir þig. Mál og menning, Reykjavík 2008

Vefsíður:
http://en.wikipedia.org/wiki/The_Treachery_of_Images

http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=5274
Tíminn er eins og þvagleki.