Þetta er í beinu eða óbeinu, eða skökku framhaldi af fyrri grein: “3 Spurningar; 3 Ályktanir.”
——————————————————————-

Heimurinn er LÖGMÁL&FRAMVINDA.

Við og allt sem er, erum LÖGMÁL&FRAMVINDA.

Meðvitund okkar er LÖGMÁL&FRAMVINDA.

Ekkert er mögulegt nema LÖGMÁLIÐ.

Ekkert er utan LÖGMÁLSINS.

Við gætum ekki skilið án LÖGMÁLSINS.

Tilviljun er ekki til, aðeins LÖGMÁLIÐ.

Fortíð og nútíð er tengd með LÖGMÁLI og FRAMVINDU þess.

Væntanlega er heimurinn aðeins LÖGMÁL þar sem LÖGMÁLIÐ er allt sem þarf. Framvindan er aðeins sjónarhorn okkar. Þar sem við erum takmörkuð við takmarkaðan hluta þess. Framvindan er framvinda okkar, framvinda LÖGMÁLSINS, við erum að sjálfsögðu partur af LÖGMÁLINU einnig.

Orsök og afleiðing, er hluti LÖGMÁLSINS og fyrir okkur er það framvinda.

Orsök og afleiðing, væru ómöguleg án LÖGMÁLSINS.

LÖGMÁLIÐ er, var og mun verða.

Skilningur okkar væri ómögulegur án þess að vera partur af LÖGMÁLINU, eins og það sem skilið er.

Allt er ss EITT, allt er LÖGMÁLIÐ.

Eins og efnahvörf í tilraunaglasi, er framvinda okkar vélræn á öðru leveli.

Framvinda okkar er vélræn, hún er partur af LÖGMÁLINU.

LÖGMÁLIÐ frá sjónarhorni eilífðarinnar er óumbreytilegt.

Ég held að ég skilji Parmenídes fullkomlega núna.

Ég mótmæli ekki breytingu, hún er takmarkað sjónarhorn okkar. Við eru takmörkuð við hluta LÖGMÁLSINS, því virðist okkur breyting eiga sér stað.

(Ef við værum 4.víddar-verur væri tíminn liðinn og framvinda 3.víddarinnar eins og fastur kristall. En til að 4.víddar vera gæti haft framvindu þarf svigrúm í annari vídd eins og við ættum ss að hafa svigrúm út í 4.víddina, þe renna eftir tímaásnum. En þetta er bara dæmi til að víkka sjóndeildarhringinn. Þetta er ekki partur af framsetningunni.)

En ss framvindan sem við sjáum, væri ómöguleg ef ekki væri LÖGMÁL.

Hvernig getur e-ð gerst, ef það er ekki LÖGMÁL?

Efni sem við skynjum, er ekki annað en LÖGMÁL. Enda getum við ekki vitað hvað það er “í sjálfu sér”.

Rök og skynsemi, er skýrasta hliðstæða okkar til að gera okkur grein fyrir lögmálinu, þe virða það fyrir okkur. Skilningur okkar gæti verið kerfi í LÖGMÁLINU og ss unnið sjálfstætt, það væri þá meðvitund okkar. Ef ekki er um sjálfstætt kerfi að ræða, eða “sjálfbært” kerfi að ræða, þá er “virknin” án meðvitundar eins og efnahvarf í tilraunaglasi.

Niðurstaðan er allt er LÖGMÁL.
Parmenídes hafði rétt fyrir sér!

Ps.
Þetta er ekki sannanlegt.
Rökin eru því eftir því.
Nei, ég er ekki klikkaður; ekki enn amk. ;)

Kærar kveðjur.
VeryMuch