Ég mæli með því að þú prentir þetta út í stað þess að eyðileggja í þér augun. ;)

——————————————————————

Eins og sumir vita þá hef ég e-ð verið að baxa við líffræði. En það er langt síðan ég gerði mikið af því, og kunni þar nokkuð eitt, jafnvel of mikið; en það er önnur saga.

En við það að glugga í lífefnafræðidorðrantinn, rifjaðist upp fyrir mér gamlar hugleiðingar.

Það er skrítið hversu örvandi, vísindi, eða bara ólík fög við heimspekina, eru á heimspekilegt hugmyndaflug. Íþm er það mín reynla. Ég á það til að verða að leggja bækur frá mér, þar sem ég kemst á flug og get ekki lent aftur til að halda lestinum áfram.

Fyrir heimspeking er þetta eflaust kostur, en fyrir námsmann er þetta hindrun.

Nóg um það.


Ss við lestur á líffefnafræði rifjaðist upp fyrir mér hugleiðingar mínar um framvindu.

Í vatnsgufu sem er hleypt í andrúmsloft(lokað í tilraunaglasi) með metani, ammóníaki, og vetni. Þetta eru allt ólífræn sambönd. Rafneistum er síðan hleypt í “andrúmsloftið”. Afleiðingin er myndun ýmisa tegunda lífrænna sameinda; þar á meðal AMÍNÓSÝRURnar: alanín, aspartic sýra, glutamic sýra og glýsín. Þetta var allt framkvæmt við aðstæður sem er talið að hafi verið ríkjandi á Jörðu við upphaf lífs, eða á hinni fornu Jörð.

Hvað er ég að fara hér? Jú, ég er að draga sjónarhorn okkar aftur í tíman til upphafs lífsins. Okkar upphaf.

Hvað er ég að meina, með að lýsa niðurstöðum einhverrar efnafræðilegrar tilraunar? Jú, að lífræn sambönd geta myndast úr ólífrænum samböndum, við þær aðstæður sem voru við tilraunina, og einnig er talið að hafi verið á hinni fornu Jörð. En þessi lífrænu efni eru ekki bara einhver lífræn efni. Þetta eru efni sem enn í dag eru helstu byggingar sambönd flestra ef ekki allra lífvera í dag!

En þróunarsaga lífs er eitthvað á þá leið. Að lífræn vatnsfælin sambönd hópuðust samnan, lokuðust í svona “holar” kúlur. En þetta er talið vera upphaf myndunar fruma.

En það er ekki bara það. Ensím eru lífrænir efnahvatar. Efnahvatar eru efni sem virka sem einskonar milliliður í efnahvörfum. Hvati breytist ekki, hvarfast ekki í hvarfinu sem hann hvatar. En ss hvati veldur því að lægri orku þarf til að hvarf geti átt sér stað, auk þess að flýta þeim, jafnvel töluvert mikið.

Til eru ensím (lífrænir efna-hvatar), sem hvata sinni eigin myndun. Hinkrið nú við.. Hvað þýðir þetta?!

Jú, til eru dauð efni, þe ensím, sem stuðla að því, að úr efnum í umhverfi þeirra, er annað ensím myndað, ss sama tegund ensíms. En það ensím mun einnig stuðla að því að úr hráefnum verður enn annað samskonar ensím til.

En hvers vegna er ég að tala um þetta? Jú, það er ekki nóg um að ensím séu til sem stuðla að myndun sinnar tegundar, eftirmyndun sjálfra sín. Heldur geta ólík sjálfmyndandi ensím, keppt um hráefni sín í milli.

Hvað þíðir það? Jú, við erum komin með samkeppni! Við erum komin með þróun! Við erum komin með “The survival of the fittest”!!

En einmitt svona er talið að einföld lífræn efnasambönd, hafi þróast í flóknari sambönd, myndað samstarfsheildir osfrv.

Þannig að sjálfmyndandi ensím sem voru óskilvirk, urðu undir ofurframleiðslu hinna skilvirkari ensíma.

Enn er ekki vitað hvernig fyrstu frumurnar mynduðust nákvæmlega. Eða hvernig fjölfrumungar urðu til eða vefir, líffæri, lífærakerfi. En þetta er svona nasaþefur af undarlega vélrænu upphafi. Undarlega vélrænu!


En hvað er það sem skilur mig frá td saurgerli? Hvað skilur tilurð mína, tilurð mannsins, frá tilurð td saurgerla?!

Hvað er það sem skilur mig frá fyrstu lífrænu sameindunum?!

Hvað í ósköpunum veldur því að ég er hér, lesandi lífefnafræði, um efnafræðilegar tilraunir? Hvað veldur því að ég er fær um að velta einmitt þessu fyrir mér?! Hvað veldur því að ég er ekki saurgerill, eða sjálfhvatandi ensím?! Hvað veldur því að ég get skrifað þennan texta hér, og miðlað hugsunum mínum til þín?! Hvað veldur því að ég get efast um tilveruna? Hvað veldur því að ég get hugsað? Hvað er meðvitund mín?! Hvað gerir það að verkum að þessi texti hefur merkingu?!! Hvers vegna?!!!

Ein mitt þett rifjaðist upp fyrir mér.

Einnig rifjaðist upp fyrir mér, fyrsta svona reynsla, sem var þó öflugri. Ég man ekki alveg hve gamall ég var, uþb 7-8 ára, en sú “uppljómun” fjallaði einmitt um tilvistina. Kannski fáránleika hennar.

Hún var eitthvað á þá leið að ég ímyndaði mér að ekkert væri til. Ég horfði í svartan bakgrunn, á einhverri blómamynd ef ég man rétt. Þessu laust svo í huga minn, og ég hef ekki verið samur síðan. ;) Því að tilvistin er ekki sjálfsögð. Ég ímyndaði mér að ég að foreldrar mínir væru ekki til, ekkert væri til, fyrir utan mig. Síðan reyndi ég að ímynda mér að ég væri ekki til sjálfur. Hvers venga er ég til?!! Þessi spurning rifjaðist upp fyrir mér. Að nálgast tilfinninguna sem hríslaðist um lítinn dreng þá, er mér um megn í dag, ég er of gamall í hettunni, of sefjaður af tilveru minni. En þó kemst maður stundum nálægt þessu. Ég held raunar að mér hafi aðeins tvisvar tekist að framkalla þessa tilfinningu við að hugleiða spurninguna “Hvers vegna er ég til?” á þann hátt sem ég lýsti.

En höldum áfram..

Höfum þessar spurningar í huga:
(1)“Hvers vegna er ég til?”
(2)“Hvað skilur manninn (mig) frá td saurgerli, eða fyrstu lífrænu efnasamböndunum?”


Þegar þú lest þetta sem ég er að skrifa einmitt núna, skaltu hugleiða, hvað er að gerast. Hvaðan kemur merking táknana? Hvað veldur því að þú skilur það sem er hér skrifað? Eða kannski allra helst.. Hvert er upphaf þessarar merkingar?! Úr hverju er merking gerð? Hvað myndar hana?

Það hefur lengi verið talið augljóst “að eitthvað verður ekki til úr engu”. Það er ekki hefð fyrir því td að efni myndist fyrir framan nefið á okkur, án nokkurar afleiðingar, úr engu.

En nú hafa þessi tákn hér, sem ég er að myndast við að raða saman, eitthvað annað en bara “blekið” á skjánum. Handan táknana liggur merking. En úr hverju myndast hún? Myndast hún virkilega úr engu? Er merkingin ótakmörkuð? Hvað er merking?

Í mínum eignin hugarheimum hef ég stundum nefnt merkingu “fimmta frumefnið”. Alkemistar á miðöldum, ef minnið bregst ekki, notuðu fimmta frumefnið sem einskonar skýringu, á því sem þeir gátu ekki skýrt. Hvort þetta var hið svo kallaða “flagiston” man ég ekki lengur. En mig minnir að hið fimmta fumefni hafi átt að vera gætt guðlegum mætti, vera guðlegt og létt. Þegar eðli hinna var jörð, vatn, loft, eldur; var eðli hins fimmta frumefnisins guðlegt. En þetta gref ég að mestu úr eigin minni, sem gæti hafa skekkt eða skælt þetta nokkuð. En merking þykir mér passa undur vel við lýsingu fimmta frumefnisins. Þar sem merking viðist vera óljóst fyrirbæri, og haga sér á undarlegan hátt.

Hvað er merking?
Hvaðan kemur hún?! Sem er kannski öllu merkilegri spurning. Mjög merkileg!

Er merking mynstur taugarása heilans? Er merking mynstur? Hvað er mynstur? Hvað gerir okkur kleyft að greina mynstur? Hvað er það sem gerir okkur keyft að sjá reglu í óreglunni?! Hvaðan kemur þessi hæfileiki okkar? Hver er þessi hæfileiki? Eru rök ekki bara einskonar mynstur? Eða erum það við sem erum mynstur, mynstur sem greinir rök? Gott og vel.

Spurningar sem við skulum hafa í huga:
(1)“Hvers vegna er ég til?”
(2)“Hvað skilur manninn (mig) frá td saurgerli, eða fyrstu lífrænu efnasamböndunum?”
(3)“Hvert er eðli merkingar”?

Ég ætla mér nú leyfa mér þann lúxus, og þá kannski eilítið varasama iðju, að hætta að spyrja og fara að draga ályktanir. Ég tek spurningarnar þrjár fyrir og reyni að draga ályktun tengda þeim, hverri fyrir sig.


Spurning(1): (1)“Hvers vegna er ég til?”

Ályktun(1): Þessi spurning virðist liggja öllum spurningum til grundvallar. En hana mætti í raun túlka sem “Hvers vegna er?”. “Hvers vegna er eitthvað?” “Hvað veldur þessu öllu?”.

Mér er eflaust óhætt að álykta og fullyrða að þessari spurningu verður aldrei svarað. Íþm meðan menn eru menn. Kannski þegar við erum einhverskonar guðir, gætum við spreitt okkur á henni. ;)

En ósvaranleiki þessarar spurningar dregur ekki úr mikilvægi hennar. Ég leyfi mér að kalla þetta mikilvægustu spurninguna. Ég leyfi mér að kalla hana “Fyrstu spurninguna”. Ég læt það gott heita í bili.


Spurning(2): (2)“Hvað skilur manninn (mig) frá td saurgerli, eða fyrstu lífrænu efnasamböndunum?”

Ályktun(2): Heimurinn er LÖGMÁL og FRAMVINDA þess.

Það eina sem skilur okkur frá lífrænum efnasamböndum, saurgerlum, eða öðrum forfeðrum okkar er aðeins LÖGMÁL og FRAMVINDA.

Ég get ekki fallist á að það sé aðeins tilviljun (hvað svo sem tilviljun er í raun) sem skilji okkur að. Þá hefur tilviljun öðlast einhverja nýja merkingu.

En hvað er ég þá að segja? Ég er að segja að við erum EKKI tilviljun! Það er óhugsandi. Eða ég get ekki skilið hvernig tilviljun getur orðið svona regluleg og markviss.

Það væri undarleg tilviljun sem leiddi til þess ég er nú að velta fyrir mér eðli merkingar. Það sem er kannski undarlegt einnig er hvers vegna merking er til nú, eða varð til.

En einmitt það sem virðist koma heim og saman við þetta allt samant er að heimurinn er LÖGMÁL og FRAMVINDA, með STEFNU.

Rauna leiðir STEFNA af einvherju sem er LÖGMÁL og hefur FRAMVINDU. Þar sem lögmálið er að verða eða er verðandi.

Ég skal ekki fullyrða hvort Lögmálið er breytilegt í sjálfu sér, þe sé ekki alltaf samt. Eða hvort í þessu öllu sé rúm fyrir skekkjur. Kannski leiðir af þessu að það eru mismunandi leiðir rúmanlegar innan LÖGMÁLS og FRAMVINDU en leiðirnar liggja allar að einhverri niðurstöðu, eða að niðurstaðan fylli alltaf betur og betur út í lögmálið. Svona eins og það er stundum sagt að maður verði alltaf meira og meira maður sjálfur, í gegnum árin. Þó að maður geti farið sína leið, í átt að sjálfum sér. Ef þú fattar mig.

Ég held ég sleppi að flækja hugtakinu “tími” inní þetta, enda dugar FRAMVINDA betur hér. Gott og vel.


Spurning(3): (3)“Hvert er eðli merkingar”?

Ályktun(3): Merking er það sem er skilið.

Ég ætla að leyfa mér að álykta að merking sé rökleg. Á hvaða hátt nákvæmlega hún er það eða hvernig, veit ég ekki.

Ég spurði hvað mynstur væru og hvernig okkur er unnt að greina þau.

Hvað er það sem gerir okkur kleyft að heyra að tónlist er tónlist? Hvað gerir okkur kleyft að þekkja mismunandi lög í sundur? Hvernig hlustum við? (Ath ekki að heyra heldur að hlusta.) Hvað veldur því að við sjáum eitthvað mynstur útúr hljóðum? Það væri hægt að spyrja hins sama um svo margt annað td um liti og málverk. En látum þetta duga.

Ég held því hér með fram, að til þess að við greinum eitthvað mynstur úr óreiðu, hjóti að fela í sér einhver innri rök í huga okkar; eða bara heila. Við þurfum ss ákveðna rökbyggingu til að greina mynstur í skynjun okkar. Raunar grunar mig að svo sé málum háttað, að við skynjum alls ekki neitt án þessarar innri rökbyggingar. Þannig meðvitund okkar er rökleg! Án raka erum við ss meðvitundarlaus!

Jafnvel þó augun sjái, þá sjáum við ekki án raka.

Ef við sjáum stól, þá þekkjum við stólin, sem eitthvað mynstur. Ef við höfum ekki þennan eiginleika að þekkja mynstur; er okkur gersamlega ókleyft að skynja stólinn. Við myndum aðeins sjá ólögulega klessu sem segði okkur ekki neitt. Ég er raunar á því að, við þurfum einnig einhverja innri rökbyggingu til að sjá stól, aðeins sem þess ólögulegu klessu. Þannig að ef engin rökbygging er handan augnanna. Þá er þar ekkert. Þal engin meðvitund. Ég vil því álykta sem svo að meðvitund sé rökleg.

Þetta minnir kannski á kennignar Kants, sem ég þarf að fara að drífa í að lesa.

En hvaðan kemur merkingin? Ég get ekki annað en ályktað að merking þar sem hún er rökleg, hljóti að tengjast LÖGMÁLINU á einhvern hátt. Þar sem við erum upprunin þaðan og erum það. Þal hlýtur merkingin einnig að vera upprunin þaðan og vera það.

Er merking ótakmörkuð? Ja ætli það ekki bara. En líklega takmarkast hún við Lögmálið. Við það sem Lögmálið leyfir. En NB merking er ekki endilega sönn. En þó býr efi í huga mínum. Ef til vil er allt sem er SATT. Íþm er hægt að líta á hlutina þannig eins og við getum litið á allt sem lygi. Við getum litið á allt sem lögmálið rúmar eða leyfir, sé því satt, þar sem það varð og er.

En þessháttar nálgun hentar ekki praktískri merkingu þess að eitthvað sé satt. Satt skv mínu áliti, er það sem sannanlegt er, og þá innan þeirra marka sem það er sannanlegt, þe innan kerfisins sem það er sannanlegt í. En sannleikur er því merking, en það er eflaust merking utan sannanlegs sanneika. Svo sannaralega! ;)

Látum nú merkingu hvíla í friði.


Jæja nú er ég þreyttur. Ég hef ekki lesið þennan texta yfir. Ég hef áreiðanlega gleymt einhverju. Ég hef áreiðanlega gert einhverjar villur. En ég er bara maður og læt það gott heita.

Kærar kveðjur
VeryMuch