Ég vil deila með þér hugleiðingum mínum.

Ég er bara einhver gaur út í bæ sem fær hugmyndir. Hugmyndir deyja í hljóði. Það þykir mér síður. Þess vegna vil ég deila hugleiðingum mínum með þér.


——————————————————————-
Viðmiða-kerfi 1: {

Viðmiða-kerfi 1 felur í sér eftirfarandi leiðingar.
————————————————————- ——
Leiðing 1: {

(a1) Sannleikur er aðeins röklegur.

[Ekkert getur verið satt, nema að það sé röklegt. Engu er að treysta nema það sé fangað í röklegt kerfi, sem hefur verið skilgreint. Allt utan rökkerfa, er ósannanlegt. Óstaðfestanlegt.]

(a2) Sannleikur þarf viðmið.

[Rökkerfi þarfnast skilgreininga. Rökkerfi þarfnast grunns. Rökkerfi þarf viðmið. Sannleikur þarf viðmið.]

(a3) Sannleikur veltur á viðmiðinu.

[Hver sannleikurinn er fer eftir því hvaða viðmið er valið. Ólík viðmið kalla á ólíkan sannleik. Frumforsendukerfi sannleikans ræður hver hann er.]

(a4) Viðmið eru ótakmörkuð.

[Ég gef mér að viðmið séu ótakmörkuð. Hugsanlegt er að viðmið séu takmörkuð, að þau séu fleiri eða færi en mögulegir sannleikar, sem þau gætu skilgreint. En fyrir okkar takmarkaða skilning, þá eru möguleikarnir í það minnsta svo margir að við sjáum ekki mun á hinu endalausa og hinu takmarkaða, fyrir allar praktískar ástæður. Því læt ég viðmið hafa ótakmarkaðan fjölda.]

(a5) Sannleikar eru íþm jafnmargir og viðmiðin.

[Ólík viðmið kalla á ólíkan sannleik. Ólík viðmið gætu að vísu kallað fram sama sannleik, en það væri ekki "sami" sannleikur þar sem viðmiðin eru ólík.]

(a6) Sannleikur er afstæður.

[Þar sem sannleikur veltur á viðmiði. Þá er hann afstæður við viðmið.]
}


(Einhverjir snillingar gætu nú sagt: “Ob ob ob, afstæði afsannar sjálft sig!”. En ég hef ekki lokið máli mínu. Við skulum nálgast það vandamál.)



Leiðing 2:{

- Leiðing 1 hvílir á viðmiði, þe grunni. Við skulum kalla það “Viðmið 1”.
}

Leiðing 3:{

- Leiðing 2 hvílir á viðmiði, þe grunni. Við skulum kalla það “Viðmið 2”.
}

Leiðing n:{

- Leiðing (n-1) hvílir á viðmiði, þe grunni. Við skulum kalla það “Viðmið (n-1)”.
}

Leiðing n+1:{

- Leiðing (n) hvílir á viðmiði, þe grunni. Við skulum kalla það “Viðmið (n)”.
}
——————————————————————-

Sönnun fyrir Viðmiða-kerfi 1:{

Sanna að leiðingarnar hér að ofan eru endalausar.

n er hvaða stak sem er í mengi náttúrulegra talna (“N”.. þe {1,2,…}.) sem er stærra en 3. SS n>3 og n er stak í N.

Sýnt er að Leiðing 1 leiðir til Leiðingar 2 og svo koll af kolli.

Þal leiðir Leiðing n til leiðingar n+1

Af því er ljóst að leiðingar eru ótakmarkaðar eins og mengi náttúrulegra talna, því að n er hvaða tala í N sem er stærri en 3.
}
Viðmiða-kerfi 1 endar hér.}
——————————————————————-

Glöggir lesendur átta sig á því að það er viðmið fyrir Viðmiða-kerfi 1, þar sem það hvílir á einhverjum grunni. Með þrepasönnun og meiri texta væri hægt að sýna fram á að ef viðmið leiðir af sér annað viðmið þá eru þau endalaus. Þeas grunnur þarfnast grunns.

En enn þá gleggri lesendur átta sig einnig á því, að við munum ávallt vera fangin í endanlegu viðmiðunar-kerfi. Ekki af því að viðmiðunarkerfin séu ekki ótakmörkuð og leiði ekki hvert á annað út í hið endalausa. Nei, við erum að lokum takmörkuð í viðmiðunar-kerfi, sökum eigin takmarkana. Þe mannlegra takmarkana. Takmörk okkar eigin tilveru. Það Viðmiðunar-kerfi getum við kallað “Hið endanlega viðmiðunar-kerfi”.. eða bara skýrt það skv raunverulegri þýðingu þess: “Endimörk þekkingar”.

Við getum búið til eins margar útgáfur sannleika/viðmiða innan Endamarka þekkingar, en við munum ávalt og væntanlega að eilífu vera takmörkuð við Endmörk þekkingar, þe lokaviðmiðunarkerfið.

Hvers vegna? Jú, þar sem allar ályktanir sem hér eru dregnar, “sannarnirnar” byggja á Endimörkum þekkingarinnar, eða einhverju sem byggir á þeim. Allt er rakið að loka viðmiði tilveru okkar.

Við erum ein í sjálfum okkur, takmörkuð af tíma, gáfum, duttlungum heimsins.

Við sleppum aldrei af sjónarhóli mennskunar, við getum aðeins reynt að greina þessi endimörk, þeas reyna að finna grunn þekkingar okkar.

Rökkerfi geta ekki sannað sjálf sig. Við getum á sama hátt aldrei komist utanvið okkur sjálf, til að athuga sjónarhól mennskunar eða tilverunnar. Við getum aldrei sannað sjálf okkur, ef þið fattið mig.

Það sem við “skynjum” eða réttara sagt það sem við erum, getum við aðeins skilið, með því að sjá það með “rökum”. Án þeirra væri öll merking útilokuð. Ég held ég sé ekki að flana að neinu þó ég leyfi mér að fullyrða það. Tökum þennan texta sem dæmi. Ímyndið ykkur að þið kynnuð ekki að lesa, þá hefði textinn ekki merkingu fyrir ykkur. En horfum á heiminn, eðlisfræði, stærðfræðilega túlkun heimsins. Hvaðan kemur merkingin, þe hvernig getum við lesið heiminn?! Hvað er það sem gerir okkur kleyft að skilja heiminn? Einmitt þetta sem leyfir okkur að skilja, er röklegs eðlis. Við getum kallað þetta “Rökkerfi skilnings”. Án “Rökkerfi skilnings” er ekkert skilið. Engin þekking. Kannski engin meðvitund?!

En hér erum við komin að máli málanna. “Rökkerfi skilnings” er ósannanlegt, það er hið endanlega viðmiðunar-kerfi, þe “Endimörk þekkingar”.

Ég ætla því að ljúka þessu með því að koma með fullyrðingu.

“Allt er afstætt innan Endimarka þekkingar.”

Takk fyrir
VeryMuch

Ps Ég vil afsaka að þetta er kannski eilítið tormelt. En þetta eru nú einusinni bara drög. Ég hef líklega verið að finna upp hjólið, en það gildir einu. Ég vil afsaka hugsanlegar villur.