Ég (Eins og flest allir sem lifa) hen nýlega verið að spá í hugmyndina “Tími”. Tími eru mínúturnar sem líða, klukkustundirnar, og sekúndurnar sem þú misstir af. Þegar spurt er “Hvað er tími” svarar fólk oftast eitthvað eins og “Það sem var að líða hjá núna” eða “Það sem veldur því að bla bla bla bla bla” þið fattið hvað ég á við. En núna ætla ég að fá fólk til að hugsa.

Hugsið ykkur hugtakið “Sekúnda”.
Segið mér núna, hvað er sekúnda löng?
Ég skal svara þessu sjálfur: Það sem við viljum að hún sé löng.

Sekúnda er fyrirbæri sem manneskjan bjó til. Þetta eru okkar sekúndur og okkar mínútur en samt er fólk að spá í þetta. Mín speki er sú að það er ekki til nein “sekúnda” né nein “Mínúta”. Það er bara til það sem við viljum. Tími er afstætt hugtak. Það er út í hött að mæla hversu lengi hlutir eru að gerast. En við þurfum samt að gera það.

Ef maðurinn hefði ekki fundið upp “Tímann”, þá værum við ekki svona þróuð. Hvernig myndum við búa til örbylgju-poppkorn? Hvað ættum við að vinna lengi? Hvenar ættum við að gera hvað?

Tíminn er oftast mældur út frá því að jörðin fari einn hring um möttul sinn á einum degi og að í einum degi séu 24 klukkustundir. í hverri klukkustund eru 60 mín og svo framleiðis. Við hefðum alveg getað ákveðið að það væru 35 klst á sólarhring eða 85. Það bendir frekar til þess að við ráðum þessu en að þetta ráði okkur.

Í lífinu er einginn “Fast-Forward” takki. Það er eingin leið til að upplyfa hluti aftur. Það er eingin leið til að sjá hlutina hægar. Það er eingin leið til að ita hvað gerist allann þann tíma sem maður er sofandi. Og ef það væri til hluturinn “Tími” væri maðurinn þá ekki mest trúlega búinn að finna einhverja leið til að
breyta honum eiða beigja? Eins og einhver sagði “I think, therefore I am” það á kanski ekki við núna en þeir hlutir sem við sjáum taka þó upp rúm í tilverunni. “Tími” er ekki til þar sem að hann tekur ekki upp pláss. Ég veit að þetta er ílla út pælt en ef maður hugsar út í það, þá gæti það alveg verið.

Tíminn hefur sitt gagn þótt að það sé frekar heimskuleg hugsun.

Endilega leiðréttið mig um hvað sem ykkur sýnist um. Heyri frá ykkur eftir mínútur, sekúntur eða hvað sem þið viljið kalla það.

btw. Ekki hata mig fyrir orð mín.
______________________________