Hér er mín niðurstaða um hvað fullkomnun er eftir mikinn þankagang.

Það er um tvennt að velja:
1) Trúa því að fullkomnun sé til
2) Trúa því að hún sé ekki til

Ég vel seinni kostinn, vafalaust! Því að mér er annt um mína andlegu heilsu. Það hefur alltaf sýnt sig undantekningarlaust að fullkomnunarárátta gerir engum gott.

Eins og ég sé hlutina þá er allt ófullkomið og ég meina þá allt! líka allra smæstu einingar. Ég skal segja ykkur af hverju. Það er út af því það er ekkert til að miða við. Hvernig í ósköpunum getum við vitað hvað á að miða við, eitthvað sem allur alheimurinn getur verið sammála um? Mennirnir geta endalaust búið sér til einhverja staðla og kallað það fullkomnun. Hugmyndin um fullkomleika gengur ekki upp út af því að hún er ekki stöðug.

Í kristinni trú þá er Guð væntanlega fullkominn og hann veit alveg upp á hár hvert viðmiðið er.

Þeir sem trúa ekki á fullkomnun, hafið eftir mér:
“Ég trúi því að ekkert í heiminum sé fullkomið. Ég mun aldrei eltast við fullkomleika því ég veit að hann er ekki til. Ég ætla framvegis að eltast við raunhæf markmið, eins og að verða betri eða gera eitthvað betur. Ég sver við sjálfa/n mig. Amen” :)