Þetta á heima annaðhvort í heimspeki eða Dulspeki, vissi ekki hvort

Kenning: Við lifum öll í “kassa” eða á ákveðnu svæði eða formi ( köllum það bara kassi) , í huga og umhverfi. Þú getur farið utan þennan kassa en þú munt bara fara inn í annan “kassa” sem er annað hvort stærri/minni eða bara jafnstór en er kannski öðru vísi á “litinn”

Rök: Tökum sem dæmi, fyrir 200 árum héldu líklegast að það væri ómögulegt að fara utan við jörðina sem sagt heimilið okkar eða fara utan “ kassann” en n´uí dag erum við að skoða núna geiminn sem er annar stór “kassi”, líklegast fyrir utan þann geim er annar “kassi” og svo áfram.
Þessir “kassar” sem ég er að tala um koma í öllum stærðum og gerðum, þau geta verið eins lítið og að auka þekkingu þína upp í að fatta hvernig atóm eru byggð úr ( þó sé búið að gera það, en pælið í hugsunum bak við það, að reyna komast eða stækka “kassann” sinn eða þekkingu. “Kassar” geta líka verið tilfinningar svo eitthvað sé nefnt

Þannig samkvæmt kenningunni, þá er endalaust af svo kölluðum kössum og það er ómögulegt fyrir manninn að skilgreina hversu mikið þeir ná yfir
Ég fór að hugsa útí þetta vegna þess ég myntist á málsháttinn “ að hugsa fyrir utann kassan” og eitthver setnings sem eithver sagði “því meir sem við vitum, því heimskari verðum við”

En nú spyr ég þig lesandi góður, er möguleki á að við og alheimurinn okkar sé örlítið smábrot af atómi og þetta atóm er smábrot af öðrum alheimi og sá alheimur sé örlítið smábrot af atómi í öðrum alheimi og svo áfram….og öfugt.


Pæling: með þessa kenningu með “kassann” held ég áfram að spekulera :P.
Segjum að spurningin mín sé sönn og er þannig, þá hlýtur að öll brot af atómi og öll atóm tengjast saman og alheimar tengjast saman, því að alheimur A er tengdur við alheim Ö og gæti vel verið búinn að mynda hring. Þannig að ef eitthvað gerist við alheim B t.d atóm eyðilegst þá myndar það keðjuáverkun og hefur áhrif á alla alheimanna og allt í þeim.

Þessi pæling gæti vel verið sönn, því að allt sem við þekkjum er eða var upprenlega í jafnvægi.
T.d svarthol hreynsa upp geiminn og á meðan stjörunur “fæðast”. Í náttúrunni þá er eða var jafnvægi, og má deila um það hvort það sé manninum að kenna eða eitthverju öðru.

Pæling 2: allt þetta tal um kassa og djúpa hluti lætur mig hugsa um eitt………. Hvað ef manneskjan er tengd á sama hátt við allt, meira segja við aðrar manneskjur. Þá gæti verið að við erum bæði “móttöku tæki” og “sendum” frá okkur upplýsingum. Það myndi útskýra drauma að hluta til….að maður upplyfa eitthvað sem er annaðhvort bull ( saman safn af upplýsingum) fyrir manni eða eitthvað sem maður þekkir til.
Dæmi um draum, sem náinn ættingi dreymdi, Hann var að kenna ( hann er kennari) bekk og í draumnum fannst hann þekkja alla í draumnum en þegar hann vaknaði og fór strax að skrifa niður drauminn þá þekkti hann ekki hvern einasta úr bekknum og ekki skólastofuna heldur.
Ef við erum svona tengd hvort öðru og öllum alheimnum, þá erum við tengd við æðri verur eða verur sem eru heimskari…vá pælið í því :D.

En hér ætla ég láta ykkur pæla áfram og hugsa um hvort þessi grein er algjör hégómi eða bara góð pæling

Takk fyrir að lesa pælingarnar sem ég hafði í dag :)
I can't help it!…I'm Metally Insane!