Ég hef verið að spá í þetta nokkuð lengi og hef komist að þeirri niðurstöðu að miklar líkur eru að Guð sé ekki til. Segi samt ekki að hann er 100% ekki til því að ég útiloka ekki þann möguleika. Þeir sem eru trúaðir myndu segja að rökfærsla mín sé verk Satans, eiginlega kenna þau Satan um allar rökfærslur sem eru ekki í hag trúar þeirra. Hugsum út í nokkra möguleika fyrir efa mínum að Guð sé til….

1. Allir atburðir í Biblíunni gætu hafa gerst en hvernig vitum við að það var Guð sem framkvæmdi allt, það gæti eins vel hafa verið Satan. Það er sagt í Biblíunni að Guð hafi gefið mönnum vald til þess að velja á milli hvort þeir myndu verða góðir eða vondir. Hvað ef þetta er bara einfaldlega einhver ráðagerð hjá Satan, þykjast gefa fólki val svo það verði ánægðara að vita að það eigi val en í raun og veru fer það bara beint til helvítis.

2. Biblían gæti bara hafa verið eitt mesta plot sem gert hefur verið. Ein kenningin mín er sú að handritin hafi verið skrifuð eftir að atburðirnir gerðust og allt það ótrúlega voru bara tilviljun eða geimverur en túlkað þannig að Guð hafi verið að verki.

3. Ég spurði sannkristnu foreldra mína að því hvort Guð gæti gert svo stóran stein að hann gæti ekki lyft honum og þau svöruðu strax já því hann væri almáttugur. Síðan útskýrði ég fyrir þeim að þá væri Guð ekki svo almáttugur fyrst hann gæti ekki lyft steininum. Þau spurðu hvaðan ég heyrði þetta og ég sagði af netinu og þá sögðu þau að þetta væri verk djöfulsins. Þetta er gott dæmi um hve föst þau eru trúnni.

4. Eins og sagt hefur verið áður, þá er líka möguleiki að Guð hafi bara verið búinn til svo að hægt væri að halda aga innan þjóðar og er það líklegasta útskýringin.

Fyrirgefið ef þið eruð þreytt á umræðunni.