Kenning: Allar ákvarðanir sem við tökum eru afleiðingar af einhverju sem gerðist í kring um okkur og í kringum um eitthvað í kring um okkur.

Rök: Stelpa sefur yfir sig því hún vakti fram eftir með vinkonum sínum, ástæða vökunni var því þær höfðu ekki hist í langan tíma því allar voru í vinnu (vegna þess þær vantaði pening) og skóla (vegna þess að nútímakröfur velta mest á menntun) og höfðu því lítinn tíma til að hittast,
Þessi stelpa átti að mæta í vinnuna snemma morguninn eftir og yfirmaðurinn hringdi í hana (vegna þess að hún var of sein í vinnuna) hún hleypur út og sér mann að blístra og láta glingra í lyklunum sínum (vegna þess að hann var einstaklega ánægður með þennan dag, vegna þess að hann kynntist stelpu og horfði á mjög áhugaverða heimildarmynd sem hafði mjög góðan undirhljóm)
þá fékk stelpan skyndilega vitrun og datt í hug að hún hafi gleymt lyklunum, svo reyndist vera. Hún var tæp á tíma því mamma hennar var líka að fara í vinnuna (aðeins á eftir henni samt því hún var í þeirri vinnu sem krafðist ekki að mæta eins snemma í vinnuna) þess vegna hljóp hún heim til að ná heim á meðan það var opið heima.

Allt eru þetta ákvarðanir sem hún tekur sem umhverfið í kring um hana “neyddi” hana til að taka.

Er ákvörðun þá ekki bara afleiðing af afleiðingum afleiðinga í umhverfinu sem allar spruttu upp frá því að fyrstu atómin sprungu úr mikla-hvelli.

Er eitthvað frábrugðið manneskju að ganga út í búð og stein að renna niður læk?
-Við gerum okkur grein fyrir því að við erum til og höldum að við höfum eitthvað vald á því sem við gerum, samt óhjákvæmilega förum við með strauminum
-Ég hef stundum reynt að fara ekki með straumnum - Ég ætla að fá mér vatnsglas, búinn að hella í glasið og geri mig tilbúinn til að væta varir mínar en helli vatninu svo í vaskinn í staðinn… svo geri ég mér grein fyrir því að ég var áður að hugsa um það að fara gegn straumnum og því afleiðing af því og þ.m. með straumnum.

Spurning: Haldið þið að þið hafið einhverja stjórn á einhverju sem þið gerið?
Við börðumst ekki alla leið á topp fæðukeðjunnar, til að verða grænmetisætur.