Völundarhús. Ég sendi hér grein meira fyrir forvitnissakir. Ég fékk hugmynd sem ég vil bera undir ykkur, hér á heimspeki.

Þetta er ölluheldur kenning, sem ég er að setja fram. En það sem ég vil að þið segið mér, er hvort þið hafið séð þessa kenningu áður. Hvort hún er þegar komin fram. Það þykir mér reyndar líklegt.

—————————————————————–

Kenning/tilgáta: Hvernig á að komast í gegn um öll völundarhús, í tvívíðu rúmi. Algóriþmísk, algild aðferð, til að komast í gegn um völundarhús.

["Lausn": Að finna leið í gegnum völundarhús.]


(1) Völundarhús samanstanda af “úthlutum” og studnum “eyjahlutum”.

(1a) “Úthlutar/eyjahlutar” hafa samfellt yfirborð.


(2) “Úthlutar” eru alltaf jafn margir og út/inn-gangar völundarhúss. Gegna hlutverki við “lausn” völundarhúsa.

(2a) Yfirborð “úthluta” myndar ytri hluta völundarhúsa, aukþess að vera innra yfriborð völundarhúsa.


(3)“Eyjahlutar” eru stakar heildir inní völundarhúsi, þeas eyjar. Gegna ekki hlutverki við “lausn” völundarhúsa.

(3a) Yfirborð “eyjahluta” myndar sjálfstætt yfirborð, aðskilið “úthlutum”, myndar aðeins innra yfriborð völundarhúsa.

————————————————————–

Agoriþmísk lausn:

1. Greinum völundarhús í “úthluta” og “eyjahluta”

2. Við horfum framhjá (ignorum) “eyjahluta”, þar sem þeir skipta ekki máli við lausnina.

3. Við veljum inngang.

4. Við inngang mætast ávallt 2 úthlutar, við veljum þann hægri eða þann vinstri.

5. Við fylgjum yfirborði “úthlutans” sem við völdum, þar til hann leiðir að næsta útgangi. Líkt og við settum hendi á vegginn við innganginn, og tækjum hendina aldrei af veggnum.

6. Lausn er fundin.

——————————————————————

1.-5. Leiða alltaf til lausnar á völundarhúsi, í tvívíðu rúmi.

Á þennan hátt getum við allaf komist í gegn um völundarhús!

Ég sendi mynd með þessu, svo þig getið prufað þetta sjálf.

S.s. veldu þér hægri eða vinstri vegg, við inngang, og fylgdu yfirborði veggsins, og þú endar í útgangi! Halelúja! ;)


Þetta er í raun svo augljóst að það sannar sig sjálft. En ég sanna þetta kannski síðar.


En ef þú hefur heirt um þessa lausn áður, láttu mig endilega vita. :)

Það getur ekki verið annað en einhver sé búinn að setja þetta fram fyrir löngu.

Kveðja
VeryMuch