“Allt er afstætt”
- Albert Einstein

Ég er lítil lestrar maður og reyni að hlusta frekar á fólkið í kring um mig og hugsa. Eitt veit ég nú samt að Einstein sagði að allt væri afstætt. Afþví ég kem mér sjaldan til að lesa bækur og á erfitt með að lesa rit um kenningar dauðra manna ákvað ég að hugsa um þessa setningu.

Ég hugsa um hlut. Þú hugsar um nákvæmlega sama hlut. Samt hugsum við ekki eins því hluturinn er mismunandi í okkar hugsunum. T.d. þegar ég hugsa um mjólk mundi ég hugsa um nýmjólk en vinur minn um léttmjólk. Segjum samt sem svo að við báðir hugsuðum um nýmjólk. Hvernig hyrnu mundi ég þá hugsa um eða hann, hvar mundi ég ýminda mér mjólkina væri hún hugsanlega í glasi, sé ég kanski fyrir mér kú. Allar hugsanir eru mismunandi að einhverju leiti fyrir öllum þó svo sumir hugsi svipaðra um hluti heldur en aðrir þá hugsar enginn eins.

Skilgreiningar! Þegar fólk er hætt að hugsa um hlutinn reynir það að skilgreina hann. Þar tekur fólk ýmis “element” úr hugsunum sínum til að skýra út fyrir öðru fólki hvað það eigi að ýminda sér til að skilja hugsanir þeirra sem útskýrir. Það sem manneskjan tekur úr sínum hugsunum er líka afstætt, mismunandi eftir persónum.

Eftir síðan reynslu og skoðannir og eftir að hafa heyrt ýmisar útskýringar frá öðru fólki, myndar manneskjan sér notagildi útlit og fleiri “element” hluta. Þar af leiðandi eru hlutir ALLIR afstæðir fyrir fólki.

*Hlutir í þessum samhengjum geta verið hugtök líka.

Nú er eitt sem “allt” skilur útunduan, eitt hugtak eða kanski hlut. Allt skilur ekkert þ.e. hið eiginlega “ekkert” útundan. Því tel ég að “ekkert” hljóti að vera það eina sem ekki er afstætt.

“Ekkert” er í raun eitthvað ef út í það væri farið. Eða hvað? “Ekkert” (sem orð með gæsalöppum eða hugsun) er ekkert nema skilgreining á engu og er því afstæð eins og hvert annað eitthvað en undir niðri finnum við þetta sama ekkert sem við hugsum um þótt skilgreiningarnar séu mismunandi.

Förum nú aftur á byrjun. Allir hugsa, þegar fólk hugsar býr það til einhverja skilgreiningu á hlutnum sem það hugsar um. Þessi skilgreining er það besta sem manneskjan finnur til þess að útskýra hlutinn ef hún væri að útskýra hann fyrir sjálfum sér (þ.e. útfrá sinni reynslu reynir manneskjan að gera góða lýsingu/ýmindun á hlutnum). Það sem manneskjan er að ýminda sér er hlutur sem hefur útlit, eiginleika, notagildi o.s.frv. þessir hlutir (útlit, eigiinleikar, notagildi o.s.frv.) skulum við kalla “element”.

Mjólkurfernan hefur önnur “element” hjá mér heldur en vini mínum.
“Ekkert” hefur hinnsvegar sömu “element” og hjá vini mínunm.

Það sem ég skrifaði að ofan er önnur lýsing frá öðru sjónarhorni á minni kenningu “Ekkert er fullkomið”.