“Ekkert er fullkomið!” finnst mér vera setning sem stenst algjörlega.

Þegar einhver segir t.d. “Ohh afhverju er ég svona lélegur í dönsku?” (algeng setning) getur svarið verið “Það er nú enginn fullkominn!”.

Fyrsta sem öllum dettur í hug er að “allir séu ekki fullkomnir” sem er alveg rétt og einnig með að “ekkert sé fullkomið” þá fer maður að hugsa til atvika og hluta sem ekki voru fullkomnir. En ef við mundum hugsa út frá því að ekkert eða enginn sé hluturinn og taka setninguna eins og hún er sögð ein og sér fyrir:

Ekkert er fullkomið

Þá er þar hið eiginlega ekkert sem væri fullkomið.

Bæði hugtökin “ekkert” og “fullkomið” eru erfið meðferðar þar sem heimurinn (fólkið í honum þ.e.) hefur hvorki séð ekkert né eitthvað fullkomið. Þá skulum við gera okkur upp smá skilgreiningar.

“Ekkert” er í raun ekki til, og þarna kom meirinsegja ekki fram. “Ekkert” er andhverfan á einhverju og því þar sem “ekkert” er, er “ekkert” til að skilgreina það. Til að skilgreina það meira þá skulum við prófa að loka augunum og tæma hugann ……… væntanlega því meira sem þú reyndir að tæma hugan því meiri pælingar spruttu fram, um leið og þú hugsaðir um eitthvað úr samhengi bjóstu til samhengi o.s.frv. Allt þarf að bindast einhverju og því bindist “ekkert” engu.

“Fullkomið” er eitthvað sem er komið að fullu, eitthvað sem ekki er hægt að gera. “Fullkomið” er eitthvað sem getur ekki orðið betra einhverskonar endamörk. Til að eitthvað sé fullkomið þarf það að fylla allar kröfur og getur ekki verið brugðið undan á neinn hátt. Ég reyni að miða útfrá því að ef “fullkomið” jafnvægi er á einhverju s.s. góðu og illu, væri það fullkomið því þá er það jafn hátt og það kemst (einnig jafn lágt því er það “fullkomið”) þetta er ekki mögulegt ef eitthvað er þannig að.

Ekkert er fullkomið!