Þegar þetta er skrifað er í gangi á heimspeki skoðanakönnunin “Er hægt að vita eitthvað með vissu?”

Ég svaraði já, því að eins og René Descartes sagði; “I think, therefore I am”

Ég hef því miður ekkert meira um þetta að segja heldur en Descartes en ætla hinsvegar að deila af visku minni um tímann, því að ég veit um nokkra vini mína sem koma hingað reglulega og þeir rífast dálítið mikið um þetta efni; þ.e.a.s. hvað er tími, er tíminn til og svo framvegis.


Tími er flókið og illskýranlegt hugtak sem skiptir þó verulegu máli, bæði í vísindum og daglegu lífi. Tíminn er samfella sem tekur ekkert rúm og líður án afláts og er talinn óendanæegur af mörgum. Eins og kom fram hér rétt áðan þá er tíminn hugtak en samt sem æaður þá hlýtur tíminn að vera til einhvers sataðar annars staðar en bara í heilanum á mér og þér, því ef tíminn væri ekki til gæti ekkert annað verið til.Tíminn er hugtak mannsins yfir tímann, hann er aðferð til að skipa öllu ákveðinn stað og í ákveðna röð, mismunandi tímaeiningar eru til þess að raða,staðsetja,skipuleggja nánar og mæla hversu langt líður milli atburða.
Tíminn hefur valdið flestum mestu og bestu hugsuðum ótrúlegum heilabrotum…því að svo virðist sem tíminn líði ekki alltaf jafn hratt, þ.e.a.s. hann virðist líða hraðar hjá þeim sem fara hratt, eða virðist hann það kannski ekki, fer hann í alvöru hraðar? Ef þú gætir farið hraðar en ljóshraða og hlypir eins hratt og þú gætir, stoppaðir síðan og snerir þér við þá gætir þú horft á sjálfa/n þig koma, fór þá tíminn hraðar hjá þér…eða fórst þú ekki bara hraðar en ljósið heldur líka hraðr en tíminn? Er hugsanlegt að hraði þinn hafi getað dregið úr hraða annara hluta?
Eins og allir vita er grunneining tíma eins og við skiljum hann og mælum sekúnda (a.m.k. samkvæmt merkum manni sem ég þekki). Sekúnda, eins og hún er skilgreind í dag er greind út frá reglubundnum sveiflum frumeinda, einkum sesín og ammoníak (sem er reyndar sameind)eins og notaðar eru í frumeindaklukkum (kemur á óvart) ; ég kem aðeims betur inná frumeindaklukkur seinna. Ástæðan fyrir því að notaðar eru svona frumeindaklukkur er sú að jörðin snýst aldrei með sama hraða, hún breytir sífellt um snúningshraða og er búið að sanna að meðalsólarhringur er 24klst, og rúmar 40mín. Breytingarnar á hraða jarðar má rekja til sjávarfalla, gífurlegra vinda í lofthjúpnum, tunglsins,annara pláneta,fólksfjölgunar og sólarinnar (því eins og allir sem tóku efitr í eðlisfræði í 10.bekk eiga að vita þá hafa allir hlutir þyngdarafl). Mesti munur sem mælst hefur á dögum er 3millisekúndur á milli lengsta og stysta dags á 40ára tímabili.
Ein sekúnda er mjög stutt og þess vegna eru notaðar stærri tímaeiningar, t.d. mínúta, klukkustund og svo framvegis.
Frumeindaklukkur: eru mjög nákvæmar klukkur. Mæling þeirra á tíma byggist á sveiflum með stöðugri tíðni sem einkennir sumar frumeindir og sameindir. Algengustu gerðir frumeindaklukkna byggjast á sveiflutíðni ammon´´iakssameinda eða sesínfrumeinda. Nitursameind ammoníaks sveiflast fram—og til baka með fastri tíðni sem nemur 23870Hz. Sesínklukka byggir á sveiflum með MUN meiri tíðni og eru þær því nákvæmari og er sekúndan eins og við skilgreinum hana í dag greind út frá sveiflum sesínfrumeinda.