Tilfinningar eða rökvísi!?

Um daginn flakkaði ég um netið og skoðaði hitt og þetta. Rakst ég þá á forvitnilega spurningu; Reiðiru þig meira á tilfinningar þínar eða rökvísi?Ég las spurninguna yfir aftur og hugsaði mig vel um…
Enda þótt nokkrir dagar séu liðnir síðan ég rakst á þessa skemmtilegu spurningu og að hugur minn hafi reikað í kringum hana um stund tel ég mig ekki getað svarað þessari spurningu án efasemda. Jú oft lætur maður skynsemina stoppa eigin tilfinningu eða bara efast hana…
Er það einhverju betra? Ætti maður að treysta tilfinningum sínum? Hvort tekur maður hlutfallslega betri ákvarðanir ef maður treystir tilfinningar eða ef maður treystir á rökvísina?…
Sumir taka fleiri ákvarðanir samkvæmt tilfinningum sínum en aðrir, og öfugt og fer það bara eftir persónu og aðstæðum hvers og eins hvernig hann hlutfallar það.

Ert úti á deiti með stelpu og þið hafið verið heit lengi, þú ert mjög hrifinn af henni og gætir alveg séð þig fyrir þér í sambandi með henni. En þú veist samt sem áður að hún flytur til Bandaríkjanna eftir 2 mánuði. Þið sitjið þétt upp við hvort annað og horfið á mynd og augljóslega logar á milli ykkar. Atriði kemur í myndinni sem gerir það að verkum að þið horfist í augu við hvort annað og þér dauðlangar að kyssa hana..Nú segja tilfinningar þínar að þú eigir að kyssa hana enda hefuru ekki ekki getað hugsað um annað seinustu vikur og ert mjög hrifinn af henni, samt læturu það eftir þér að efast!..nú afhverju..?..Kannski viltu það ekki strax..Hræddur um að eyðileggja sambandið?Hún er að flytja?….að lokum tekur skynsemin völdin þú bugast undan hamrandi staðreyndum um að þetta muni aldrei ganga upp og þú lítur snöggt aftur upp á myndina…

Ég hef verið að reyna að hugsa um þetta lengi og reynt að finna mína eigin skilgreiningu á hugtökunum tveim.
Er tilfinningin ekki bara þín dýpsta löngun og þrá óháð öllu öðru, ef þú ferð eftir tilfinningum þínum ertu þá ekki að fara eftir “hjartanu”??..en er það best!?..eru tilfinningar þínar alltaf réttar?..Eru tilfinningar þínar ekki oft bara uppgerð lygi sem þú hefur sannfært sjálfan þig um að sé það sem þig raunverulega langi og það sem þú vilt óháð öllu öðru í kringum þig og eftir því sem þú notar rökvísina meira ertu þá ekki bara meðvitaðri að þekkja á milli raunverulegrar tilfinningar og uppgerðartilfinningar auk þess sem þú hugsar háð öllu öðru og lætur ýmsar staðreyndir lífs þíns hafa áhrif á ákvörðunina?
Rökvísi er þá hæfileiki manns til að greina á milli hinna einu og sönnu tilfinninga, hæfileikinn að geta hugsað háð lögmálum lífsins og aðstæðna þinna(sem sagt sjá hlutina í sem “réttastu” ljósi útfrá staðreyndum). Það sem þú veist að er skynsamlegra að gera og oft auðveldast…..samkvæmt þeirri skilgreiningu hlýtur þá að vera best að taka ákvarðanir samkvæmt rökvísinni…..
Þeirrar skoðunnar er ég heldur ekki á..rökvísi okkar leitast við að gera það auðveldasta í stöðunni!..Það er ekki endilega best er það?..Þú hlýtur að vera tilbúinn að takast á við erfileika og leggja á þig ýmislegt til að fá það sem þig dreymir um og þráir, þínar raunverulegu og dýpstu tilfinningar, og fórna ýmislegu fyrir þær!..

Aftur komum við að spurningunni; Reiðir þú þig meira á tilfinningar eða rökvísi!?Eftir þessar pælingar er ég ekki enn viss en er þó meðvitaður um það að þetta tvennt oft á í huga mér.
Ég held reyndar að félagsgreind og sjálfsþekkingargreind komi þar mikið við. Mér grunar að það tvennt samspili hæfileikann í að taka sem bestar ávarðanir háð tilfinningum og rökvísi og ásamt því að geta séð fyrir þér afleiðingar ákvarðanna þinna sem mér finnst mikilvægt líka. Og að það sé háð þeim þrem greindum og hæfileikum hvort þú lætur tilfinningar eða rökvísi hafa meiri áhrif á þig í hverju tilviki fyrir sig, og þar með kemst að sem bestri ákvörðun. Það er einmitt það sem sýnir þinn rétta mann og persónuleika: “Gjörðir þínar sína hver þú ert í raun” en auðvitað tekur maður oft rangar ákvarðanir sem maður sér eftir, en er það ekki einmitt það sem sýnir hver þú ert í raun; maður sem þorðir ekki að taka vinstri beygju af ótta við sig sjálfan enda þegar öllu er á botninn hvolft er ekki hægt að vera hræddur við annað en sjálfann sig eins og vitur maður sagði.

En auðvitað eru þetta allt ágiskanir mínar og kenningar sem eiga sér engin rök að styðjast nema við hugóra mína og hugsanir – Magnús A.

Örlítill eftirmáli: Þegar ég tala um “tilfinningar” í þessum texta meina ég þessar andlegu tilfinningar. Raunar þyrfti ég mun lengri umhugsunartíma til þess að finna mína eigin skilgreiningu á hvað “tilfinning” er því það er oftar en ekki notað sem víðtækara orð yfir margt annað. Ég geri mér líka fyllilega ljóst að það eru mikið mikið fleiri áhrifaþættir sem móta þessi atriði en það sem ég tala um í þessari grein.

Hvað með ykkur?..Tilfinningar eða rökvísi?