Ég hef ekki komist að niðurstöðu um þetta málefni og ætla að komast að henni eftir því sem skrifunum miðar.

I

21:11
Ég hef ákveðið, þar sem ekki er hægt að tala um beinlínis ranga hluti nema kannski helst í stærðfræði og skyldum greinum, að styðjast við réttlætiskennd. Hún er helst mótuð í Biblíunni, og mun ég því styðjast við Nýja Testamentið þegar ég ákvarða réttlæti manndrápa.

21:13
Viðurkennt viðmið er að manndráp séu óréttlætanleg og röng. Hvers vegna?
Fullkomið einstaklingsfrelsi miðast við að maður megi gera allt svo lengi sem það skaðar ekki nágrannann. Við þetta miðast löggjöf öllu jöfnu. Manndráp skaðar náungann svo ekki sé meira sagt. Manndráp er sem sagt brot á grunnreglum samfélagsins.

21:15
Ef maður ræðst á þig með þeim orðum að hann ætli að drepa þig, er þá réttlætanlegt að verja sig með drápi hans?
Samkvæmt Biblíunni: sértu sleginn á hægri vangann skaltu bjóða fram þann vinstri. Hefnd og mótárás virðist ekki vera í myndinni. Þú átt sem sagt að láta drepa þig. Hart hlutskipti að vera drepinn af geðsjúkum manni.
Sé maðurinn í raun og veru geðsjúkur, og sé gengið út frá því að Nýja Testamentið séu vorar lífsreglur og það standist er það í raun ekki slæmt hlutskipti að deyja með góða samvisku. Hafirðu látið það eiga sig að drepa náungann og hlotið dauðann í staðinn muntu hljóta himaríkisdvöl. Dauði er því ekki slæmt hlutskipti.
Svo þetta liggur allt ljóst fyrir.

II

21:22
Í ljósi þessara auðfengnu staðreynda ætla ég að flækja málin ögn. Hafi einn maður drepið annan/marga aðra, er þá réttlætanlegt að drepa hann?
Í þetta skiptið ætla ég að styðjast við almenna skynsemi.

21:24
Auga fyrir auga, líf fyrir líf. Líf jafngildir öðru lífi. Líf=líf.

1-Hafi einn maður drepið annann ber að drepa hann.

a>Já. Hann tók líf. Hann skal sko skila því aftur.

b>Nei, hann er ekki að skila því. Það er verið að kasta öðru lífi á glæ.


2-Hafi einn maður drepið annann ber að útiloka hann frá samfélaginu það sem eftir er af lífi hans.

a>Já. Grimmd hans er haldið í skefjum innan fangelsisveggja.

b>Nei. Hann drap og skal deyja.

c>Hann skal sitja inni þar til hann hefur snúist til betri vegar.

III

21:33
Mér finnst ég verða að leggjast á sveif með 2a eða 2c. Hver maður gegnir að mínu mati sínum tilgangi á þessari jörðu og ég er ekki viss um að maður losni við dráp (sem tilgangurinn er) með drápum.

21:37
Þegar Saddam Hussein var hengdur var ástandið óstöðugt í Írak. Stríðandi fylkingum hefði að mínu mati því átt að sýna hvernig siðferðislega og réttarfarslega væri farið að dómgæslu. Ekki skekkja þegar skakka veröld vesalinganna.

Hafi einhver afrekað lestur alla leið hingað má hann benda mér á alla feilana sem ég hef líklega gert í röksemdafærslu minni. Eins og þið sjáið er hún götótt og gerð í flýti. Fel ég rannsóknina þar með í lesenda hendur.