Freistni Það hafa allir heyrt söguna um þegar Guð skapaði manninn og seinna konuna úr rifbeini mannsin og allt það.

Ég held að við getum öll verið sammál að það var blanda af trausti, forvitni og freistni sem olli því að Eva borðaði forboðna eplið, Eva einfaldlega treysti snáknum og svo var hún auðvitað líka forvitin að sjá hvað myndi gerast svo hún FREISTAÐIST til að borða ávöxtinn og endaði það með því að við (mankynið)er rekið útúr “paradís” ef það er til eitthvað sem er eða var “paradís”

Ef við hugsum um það hvað þetta er ófullkomið ef að Guð er svona æðislegur af hverju skapaði hann þá snákinn sem freistaði Evu? Hann skapar hér þessa æðislegu plánetu en af hverju skapaði hann freistni með líkamanum og heilanum? ég skil þetta með forvitnina.en ekki með freistnina. Ég meina hvað er lífið án forvitni bara leiðinlegt, en freistni ég sé engan plúsa af freistni, bara mínusa!

Ég segi nú bara að maður þar freistni ekkert. Ef við freistuðumst ekki þá myndi engin eða bara voða fáir nota dóp því þar væri enginn freistni til að ýta manni áfram í það að gera eitthvað af sér, óhlýðnast og gera uppreisn gegn foreldrum og öðrum sem framfylgja lögum og reglum.

Þannig kemst ég að því að freistni er óþörf og skapaði Guð okkur því ekki fullkominn.
Þannig var það freistni sem henti okkur útúr “paradís”.