Guð hefur verið svolítið mikið í umræðunni að undanförnu, eða alveg síðan erkihálfvitin prófessor Dawkins kom hingað með trúboð sitt um að trúarbrögð væru rót alls ills. Síðan þá hefur umræðan snúist um þröngsýni og hálfvitaskap meðal dawkinista og eiginlega fordómum gagnvert eingyðingstrúarbrögðum. Mér langar núna að benda á nokkra hluti varðandi trú eða eiginlega koma með mína skoðun á þessari endaleysu.

Fyrst vill ég benda á að Guð er til. Það eru einfaldlega ekki aðrir möguleikar í stöðunni. Fólk getur kallað hann hvað eina sem það vill. Andrésínu þess vegna. En sannleikurinn er sá að eitt af tvennu hefur skeð. Annaðhvort skapaði Guð manninn eða maðurinn skapaði Guð. Með það í huga er ekki annað til í stöðunni en að a.m.k. einn Guð sé til. Fólk hefur verið að segja að einn Guð sé hreinlega einum Guði of mikið. Það eru alltaf endalaus stríð, deilur og volæði sem fylgja honum. Svo og eru helling af loddurum sem koma illsku sinni á framfæri í nafni Guðs. Nú síðast í kompás var einmitt einn slíkur loddari sem notfærði sér stöðu sína inna kristinnar til að stunda ýmsan óþrifnað með kvenkyns sjúklingum. Svo má nefna Gunnar í krossinum og hans hatursáróður gegn samkynhneigðum. Svo og líka frægasta dæmið um Bush og bin-Laden sem miskunnarlaust hrjá stríð sem hefur orðið hundruð þúsunda manna að aldurkvilla og segjast svo báðir vera strangtrúaðir. Staðreyndin er sú samt sem áður að þessir vondu menn eru ekki að fylgja vilja guðs síns. Trú ætti að vera dásamlegasti hlutur í heimi. Nú nægir að nefna fjöldann allan af fólki sem hefur verið haldin einhverskonar sjúkdómi, alkahólisma t.d., en hefur tekist að halda einkennum sjúkdómsins í skefjum í gegnum trúna. Tilgangur með trúarbrögðum er fyrst og fremst þessi, að gefa þeim von sem enga hafa. Ekki að fara í stríð og valda volæði. Það eru bara villitrúarmenn sem halda það.

En jæja, nú ætla ég aðeins að klyfja þetta sem ég sagði áðan um að trúin gefur þeim von sem enga hafa.
Sjáum nú til. Ef að maðurinn skapaði Guð en ekki öfugt. Hvernig geta þá bænir og trúin á Guð mögulega haft áhrif. Ef við lítum aðeins á einn hlut innan læknisvísindanna sem nefnist lyfleysa. Lyfleysur eru lítið annað en sykurupplausn í pillu- eða meðalformi sem eru ætlaðar þeim tilgangi að gefa sjúklingnum þá trú að hann læknist. Það er vísindalega sannað að þessar lyfleysur svínvirka í mörgum tilvikum. Ég meina þetta er svo einföld fræði, það er líkaminn sem læknar sjálfan sig. Hlutverk lyfja og meðala er einungis að hjálpa líkamanum til. Málið er bara að fá fólkið til að trúa nógu mikið að það getur læknast og þá aukast líkurnar um heilan helling að það læknist. Hvers vegna ættu bænir, töfralækningar, jóga eða nálastungur að virka eitthvað verr en lyfleysur í þeim skilningi. Þannig að bænir svínvirka óháð því hvort Guð komi nálagt þeim eða ekki. Meira að segja þegar beðið er fyrir öðrum einstaklingum eða málefnum, því þá er aðilinn sem biður sterkari í samskiptum við aðillan sem beðið er fyrir, sem verður svo til þess að gefa honum meiri von og auka líkurnar á bata.

En fyrst trú er svona dásamleg, hví allt volæðið í kringum hana?
Ég lít á fjögur stig trúarbragða, fyrst eru þau leit að sannleikanum og því lítið annað en kenningar sem vert er að spá í endrum og sinnum. Svo verða þau gildi og maðurinn fer að lifa og deyja eftir þeim. Svo verða þau ágreiningsefni og maðurinn drepur og drepst fyrir þau. Og loks verða þau öfgar og maðurinn stjórnar heiminum með þeim. Ég vill trúa því að lang-, langflestir lifa eftir fyrsta eða öðru stigi trúarbragða, en um leið og fólk fer á 3. eða 4. stig þá eru trúarbrögð farin að missa dásamleika sinn og skapa þess vegna allt þetta volæði.

En þá er komið að aðalmálinu bak við 3. stigs trúarbrögð (skv. skilgreiningunni minn á trúarbrögðum hér fyrir ofan). Oft vill það verða aðalágreiningsefna manna hvaða spámann/heimspeking/vísindamann á að fara eftir. Ég segi að ef þú myndar þér afstöðu og ferð bara eftir einhverjum einum spámanni/heimspekingi/vísindamanni, t.d. prófessor Dawkins eða Múhameð spámanni, þá er nokkuð ljóst að þú átt eftir að mynda með þér fordóma og klifra inn á það stig trúarbragða sem veldur ágreiningi milli manna. Fólk á einfaldlega að kynna sér sem flestar kenningar (þarf ekki einu sinni að vera eftir einhvern frægan, kenning Jóns Jónsonar getur alveg verið jafn merkileg og kenning Jesú frá Nasaret) og trúa því sem það vill. Ef fólk getur það ekki, þá ætti það bara að þegja halda sínum skoðunum fyrir sjálft sig.

Ég veit það ekki , kannski er ég haldin fordómum gegn trúleysingum, en ef fólk hefur kynnt sér flestar af þessum kenningum varðandi trúarbrögð og komist að þeirri niðurstöðu að trúleysi hentar þeim best, þá er ekki hægt að gera annað en að virða skoðanir þeirra. En það virðast bara vera svo margir trúleysingar sem eru ekki að gera það sama fyrir okkur hin. En eins og uppáhalds heimspekingurinn minn sagði þá á maður að snúa hinum vanganum ef einhver blók slær mann utanundir.
Ætli ég hafi svikist undan því með því að kalla prófessor Dawkins erkihálfvita og bendla fylgjendum hans við þröngsýni og fordóma?
Sjitt, ég er orðin einn af þeim.

Friður!