Um daginn sendi ég Tannbursta skilaboð með smá þ-nkum um lífið og tilveruna. Þær samræður urðu nokkuð skammtilegar, svo ég ákvað að gera grein úr því.

Hvernig urðum við til? Þ.e.a.s. efnið sem við erum gerð úr?

Núna er ég að komast á þá skoðun að heimurinn lúti einhverjum lögmálum sem ganga í hringi. Hann byrjaði aldrei, og mun aldrei enda. Eina kenningin sem sannar að heimurinn sé raunverulegur,; sett fram af Descartes, “Ég hugsa, þessvegna er ég.”

Ef við reyndum að hnekkja þessari kenningu, þá myndum við mjög sennilega byrja svona. “En hvað ef einhver annar hugsar fyrir okkur?”
Jú, þá hugsar hann líka að sjálfsögðu. En ef einhver annar hugsaði fyrir hann líka, þá hugsaði hann einnig o.s.frv o.s.fr. Þessi kenning gengur í hringi.
Svo um lokaðan og opinn heim, hvort hann á eftir að skreppa saman aftur og mynda nýjan miklahvell, er það ekki bara hringur?
Hinir földu þræðir í tilverunni mynda líka hringi. Blús, fæðukeðjan, hringrás lífsins, gangur himintunglanna, sjávarföllin, netið og þar fram eftir götunum.
Það er engin endastöð í heiminum.
Hérna eru nokkur orð sem Tannbursti svaraði mér þegar ég spurði hann um þessar hugleiðingar…

“Ég er sammála þér með þetta allt en ég held bara hreinlega að það alltaf hafi eitthvað verið til (eitthvað sem við skiljum ekki en) þetta er flókin hugsun en ef alltaf hefur eitthvað verið til þá gengur þetta upp.

Annað er að ef ”eitthvað getur orðið að engu“ þá hlýtur ”ekkert að geta orðið að einhverju“ þannig getur heimurinn orðið til úr engu en þetta er líka of flókið fyrir okkur að skilja.

Þriðji punktur. Ástæðan fyrir því að við getum hvorugt hugtakið ”skilið" er af því að allt sem við hugsum ýmindum búum til o.s.frv. er blandað af því sem við erum búin að sjá gera heyra þefa o.s.frv.
Þannig t.d. geturðu gert eina littla tilraun:

Það eru þrír litir gulur, rauður & blár. Úr þessum litum er hægt að gera appelsínugulan, fjólublán, grænan, brúnan, bleikan o.s.frv. og svo eru svartur og hvítur sem lýsa og dekkja litina og mynda gráan saman. Hugsaðu þér nú einhvern annan lit, búðu bara til nýjan lit sem þú hefur aldrei séð…



Hvurslags(og Tannbursti)