Þegar afar okkar og ömmur voru ung, var þeirra líf gjörólíkt okkar.(þ.e.a.s. unglingunum í dag.)
Svo fæddu afar okkar og ömmur foreldra okkar, og ennþá er hægt að segja að þeirra uppvöxtur þeirra hafi líka verið allt öðruvísi en okkar, og æskan hjá ömmunum og öfunum.
Sjáið þið ekki mynstrið? Líklega varir það ekki lengi, ástæðan fyrir þesum gífrlegu breytingum á upvexti er 20. öldin í heild sinni. Tækniþróunin, viðhorf á ýmsum hlutum, tíska og tónlistarstefna breyttist ótrúlega oft.
Var 20. öldin ekki nokkurskonar gelgjuskeið heimsins? Þessi fáu ár sem unglingseðlið kraumar í manni svipar til hennar; og eftir þau hefur maður gjörbreyst. Maður er orðinn fullorðinn.
Á mannkynið eftir að ganga í gegnum sömu þróun? Í fornöld þegar maðurinn var ekki ýkja þróaður, má segja að hann hafi verið í móðurkviði. Svo braust hann út, “fæddist” og gekk í gegnum þessi ár sem spanna frá 1 1/2-10 ára. Þá gekk hann í gegnum “forgelgjuna” þegar iðnbyltingin átti sér stað, eitthvað var að gerast, og alla 20. öldina hefur maðurinn verið á sínum unglingsárum. Það mætti eiginlega segja að nú værum við orðin sjálfráða, og erum tilbúin til að steypa okkur út í hið sanna líf.(Hvernig sem það verður svosem.)
Þessar aldir á árþúsundinu sem við eigum framundan verðum við að skoða alla þá möguleika sem fullorðinsstimpillinn hefur. Hin glæsilega tölvutækni er að springa út ógnarhratt, og þessar vélar eiga eftur að bylta heiminum allhraustlega. Það eru ótrúlegir möguleikar sem við eigum í vændum.
Nú er líka að vaxa upp kynslóð sem hefur alist upp við tölvur. Krakkarnir í dag gjörþekkja þær, og eru ekki vitund hræddir við að prófa alla möguleika, meðan gamla fólkið situr agndofa yfir færni afkomenda sinna, og þorir svo ekki að koma við lyklaborðið vegna þess að það er hrættum að eyðilegga þessa viðkvæmu dýrgripi.(Þegar ég var lítill, og kunni ekkert á tölvur var ég alltaf skíthræddur við að ýta á einhvern nýjan takka á lyklaborðinu, því ég var smeykur við að ýta á “eyðileggingar” takkann, sem ég hélt að væri á öllum tölvum og rústaði tölvunni. Mikið vorkenni ég því fólki sem heldur að eitthvað svipað sé á tölvum.)
Og nýleg bresk rannsókn hefur leitt í ljós að krakkar sem spila tölvuleiki, eru með sömu færni til að samstýra hug og hönd og geimfarar eða heilaskurðlæknar. Hvernig haldið þið að sú kynslóð verði?

Hvurslags