Þetta átti upphaflega að vera svar, en það varð svo langt ég ákvað að skrifa það í word skjal, sem endaði svo sem aðeins of stór grein kannski.
——

Hér ætla ég að tala um mínar pælingar, lífið(original, eh?), hamingju og það sem ég vil skilgreina sem gáfur.
Ég vil biðjast forláts á lélegu málfari og stafsetningarvitleysum og… eitthvað.
Má ég alhæfi, en ekki taka það of alvarlega, takk.

Fólk líður vel þegar það er hamingjusamt og vil að það endist að eilífu. T.d. þegar maður er ástfanginn með einhverri/um einhverstaðar úti að horfa á fallegt útsýni eða hvað sem er, þá er maður(flestir) að springa úr hamingju og langar að þetta endist að eilífu.

Ég vil einmitt meina að það sé kúnst að vera hamingjusamur og ég vil miða gáfur við að vera klár að vera hamingjusamur. Að geta horft fram í tímann og “reiknað út” hamingju “in the long run”, eins og ég vil meina, er dæmi um að vera klár að vera hamingjusamur.
En þegar fólk talar um að “lifa í mómentinu” eins og það gæti dáið á morgun, finnst mér hreint og beint léleg afsökun til að geta sleppt sér og rebela smá. Því ef allir myndu lifa þannig, þá myndu allir bara hugsa: “Fuck this, gæti dáið á morgun hvort sem er” enginn myndi tíma að mæta í vinnuna eða skólann, myndi eyða öllum peningunum sínum um leið og það fengi það vegna þess það “gæti” dáið á morgun, og þar af leiðandi ekki geta notað þá.

Ef þú ert góður við annað fólk, þá líður þér vel sjálfum, þótt það sé ekki nema vitneskjan um að manneskjan sé ánægð, eða lítið bros, koss, faðmlag eða hvað sem er. En ef maður fær ekkert sem lætur þig vera ánægðan hjá þeim sem maður hjálpar, þá hættir maður að vilja hjálpa því, því þú sjálfur verður ekki ánægður.

Þegar fólk t.d. gerir hluti sem það heldur að muni gera það hamingjusamt í framtíðinni eins og læra á hljóðfæri, æfa sig að teikna, læra eitthvað nám sem maður hefur áhuga á að gera þegar maður er eldri, þá er fólk einmitt að hálfgerlega “reikna” hvort það sé þess virði.
Er það þess virði að læra á píanó sem þú getur leikið þér við að dunda þér við þegar þú verður eldri, spila fyrir litlu krakkana þína, ástina, sjálfan þig o.sv.frv.
Þetta eru spurningar sem fólk spyr sig oftast óbeint að þegar það tekur ákvarðanir um hina og þessa hluti.
Svo kaupir fólk rosalega flotta jeppa sem það hefur tæknilega séð enga not fyrir, en það hefur í undirmeðvitundinni spurt sjálfan sig hvort það sé þess virði: “Mun mér líða vel útaf athyglinni sem ég fæ, útaf því ég verð glaður og stoltur þegar ég sé hann eða útaf því ég kærleika frá konunni minni því ég keypti draumabílinn hennar.
Fólk getur verið misgáfað í þessum skilning, fólk verður stundum ekki jafn ánægt með það sem það fékk fyrir stritið sem það lagði í að fá það.
Maður er alltaf að takast á við svona ákvarðanir í lífinu, hvort sem það er að velja sér vini sem gefa manni hamingju gegnum lífið, velja sér námsbraut, jafnvel hvort það sé að velja sér mat, velja hvort maður fari í ræktina, fái sér morgunmat, spili tölvuleik í sögutímum í stað þess að glósa hjá sér, hvaða mynd maður skelli sér á í bíó, ég gæti haldið áfram endalaust…
Svo getur maður lent í allskonar erfiðum aðstæðum.

En hver er sá sem getur dæmt þig hvort þú tókst gáfulega ákvörðun eða ekki, það er enginn nema þú. Fólk getur tekið “freku” leiðina, sem ég vil kalla, sem virkar mjög vel fyrst, en maður fær svo í bakið seinna meir. Gott dæmi er þegar maður ætli í bíó og langar ofsalega mikið að sjá einhverja mynd, en vinahópurinn/kærasta,-i/einhver sem þykir vænt um langar að sjá einhverja aðra, þá eru einmitt þessar 2 leiðir: Fara einn í bíó á myndina sem þér langaði svo rosalega mikið að sjá, verða mjög hamingjusamur á meðan myndinni stendur, en fá það svo í bakið að hinn aðilinn sé sár útí þig, og þá gætirðu kannski verið að missa af hamingju sem svo til lengdar er meiri heldur en sú sem þú fékkst meðan þú horfðir á þessa rosalegu mynd.

Margir segja að frekja sé leiðinn til að vegna sér vel í lífinu, vinur minn hefur einmitt verið að reyna að troða því í mig, jájá, kannski tímabundið, hann er frábær í að búa til afsakanir og fá fólk til að trúa sér yfir ótrúlegustu hluti. En fólk fer að fá þreytt á sömu afsökunum: “Ég LOFA að borga þér þegar ég fæ útborgað!, ekki heldurðu að ég muni ekki borga? Ég fæ sko útborgað um mánaðarmótin næstu, ég borga þér strax” etc. Þá loksins fær hann þetta í bakið, fólk hættir að nenna vera með honum.
Ég persónulega kýs frekar “vinalegu” hliðina, mín reynsla á henni virkar mjög vel, fólk líður vel í kringum mig(eða það vona ég allavegana >.<), mér líður vel í kringum það, það er til í að hjálpa mér, fara með mér út að borða, bíó o.sv.frv.

Svo seinasti parturinn í ræðu minni. Hugarfar.
Hugarfarið er örugglega það mikilvægasat í þessu öllu.
Það tók smá tíma að losna við þörfina að mótmæla öllu og troða mínum sterku skoðunum á aðra. Það er mikilvægt að læra að geta kyngt stoltinu sínu og skipta um skoðun þó svo að þú hafir barist fyrir hinni í mörg ár kannski. Ekki vantrúa til þess að hafa eitthvað til að berjast við, til að sanna það að þú þorir að hafa skoðun á hlutun né til þess að passa inn í einhvern hóp.
Það er alveg ótrúlegt hvað þú getur gert ef þú bara hefur nógu mikinn viljastyrk. Ef það er eitthvað sem þér finnst fara í taugarnar á þér, hvort sem það er einhver gaur sem segi við þig að þú sért svín og prumphæns eða einhver rauðhærður, svartur, hommi með fötlun, þá er það bara þú, þá geturðu þú auðveldlega með smá hjálp sjálfsstjórnunar leitt þetta hjá sér, þá er ég EKKI að tala um að byrgja þetta inní sér, heldur bara láta þetta ekki fara í taugarnar á sér í fyrsta lagi. Mér finnst þetta risastór partur að vera hamingjusamur. Ef þið bara horfið á mannvonskuköggul sem pirrar sig yfir öllu og svo skælbrosandi mann sem geislar jákvæðri orku, kannski þið kannist við þannig fólk, potið kannski í vin ykkar og segið “Heh, sérðu þennan? Djöfull er hann eitthvað hlægilegur!” já, einmitt sá gæi, þá spyr ég ykkur, hvor er hamingjusamari? Nei, ég ætla að svara henni fyrir ykkur, sá hlægilegi!
Ég er kominn en og aftur langt út fyrir það sem ég ætla að tala um, fyrirgefiði.
Það er svakalega erfitt að útskýra fyrir fólki að það geti stjórnað því hvort það verður pirrað eða ekki. Það þarf þjálfun. Svo ég ætla bara að láta þetta vera endirinn núna.
Ég hefði viljað blaðra aðeins meira um þetta og hvernig það tengist svo mörgu, t.d. tónlistarsmekk
Oh, ég ræð ekki við mig.
Ég hlusta á allsskonar tónlist, alveg frá japönsku techno-i uppí harðann metal, frá klassík uppí djazz/blues, og allt þar á milli. Ég fattaði að svolítill hluti tónlistarinnar sem ég hlusta á, finnst mér BARA gott útaf því að t.d. kærastan sendi það, eða það er japanskt og ég hef þennan brennandi áhuga á Japan eða útaf ég hlustaði á lagið þegar ég frétti af því að ég væri að vinna í lottóinu og þá er tilfinninginn hálf fest í laginu, semsagt mjög hlutdrægur tónlistarsmekkur, kannski hægt að miða þetta við þegar fólk vil ekki hlusta á væmna tónlist eftir þennan tónlistarmann útaf hann minnir einhverja á eitthvað. Ég fór strax að hugsa: “Ohh… þetta er slæmt, ég er að hlusta á ekki-það-góða tónlist útaf því einu að það kemur frá Japan!” Svo hugsaði ég hverju það breytir, það einmitt breytir nákvæmlega engu, aðeins á meðann ég verð ánægður að hlusta á tónlistina þá breytir hitt engu máli. Núna erum við aftur komin útí stjórn á hugarfari. En núna lofa ég að ég sé hættur.
Takk fyrir að lesa ef þú þraukaðir hingað… annars takk samt :)

Ashy…