Kæru félagar… og aðrir

Ég sat heima í einn einu heimspekileu þunglyndiskasti um daginn og var að spá í hvernig ég gæti linað sársauka heimsins. Ég komst að því að á endanum að til þess að finna frið hérna í þessum hræðilega leiðinlega og sorglega heimi, væri barasta best að útrýma mannkyninu… Ég komst líka að því að það var rangt skref fyrir forfeður okkar að koma niður úr trjánum… og enþá meiri villa að koma upp úr sjónum á þurrt land!

það sem ég var eiginlega að spá í var hvort við þurftum virkilega á þessum bölvuðu tilfiningum að halda? Ég meina… þær hafa nú gert meiri skaða en gott! Og talandi um gott, hvað skilgreinir gott? Tilfiningar! ÞETTA ER VÍTAHRINGUR! Við viljum ekki losna við tilfiningar af því að þær vilja ekki að við losnum okkur við þær! Þær stjórna okkur og hafa áhrif á allar áhvarðanir sem við tökum!

Þær gefa okkur gleði… þær gefa okkur sorg! Það eru þær sem hafa gert okkur að því sem við erum! Ég persónulega held því framm að það er jafnt jafnvægi milli góðu tilfininga og slæmu!

Þetta hljómar alt rosalega þunglyndislegt… og það getur vel veerið að það er það líka… en ef þið hugsum um það þá er sál okkar ekki tilfiningar… Kanski er það hvatir okkar sem gera það. “Id” eins og það er kallað í sálfræði frammkallar löngun
“Ego” frammkvæmir það og “SuperEgo” sér um að ´skilgreina milli því rétta og því ranga.

En hvar er sálin í þessu? “Ego”-inu eða “Id”-inu? Er sálin ekki tilfiningalaus?

Er lífið ekki bara “neutral” og tilfiningar sjá til þess að lífið fær sveiflur! Hvernig viljum við lifa lífinu… ef við værum tilfiningalaus þá værum við ekki ósátt með neitt… og að vísu heldur ekki sátt

Ég veit að það er ómögulegt að losna við tilfiningar… en þetta er bara enn ein tilgangslausa hugsun mín sem mér fynst gaman að spá í!!!


Tilgangslaus heimspeki?

Krizzi
N/A