þegar ég var í gaggó sagði einn kennarinn minn bekknum
sögu sem sló mig alveg svakalega og á einhvern hátt opnaði
augu mín fyrir lífinu og hversu agnarsmá við sem
einstaklingar erum og fékk mig til að efast um trú og tilveru og
skildi mig bara eiginlega eftir í hálfgerðu tómi

það hafa örugglega margir heyrt hana og hún hefur kannski
ekki þessi áhrif á alla en ég var ung og var rétt að byrja að
mynda mér skoðanir og að mótast sem einstaklingur og
einhvernvegin náði hún til mín með þessum áhrifum, here
goes:

Einu sinni var klettur
hann var 100m hár
100m breiður og 100m langur.
Einu sinn á öld kom lítill fugl
sem settist á klettinn til að brýna gogginn.
Þegar kletturinn var uppurinn
var liðin ein sekúnda af eilífðinni

… og svona var nú það

kv. daja