Ég var að horfa á CNN hérna áðan. Þeir voru að fjalla um Bin Laden. Það var sosem ekkert sérstakt við þennan þátt, eins og allir aðrir fréttaþættir um Bin Laden. En altíeinu tók ég eftir að þeir voru aðeins að fjalla um það sem hann hafði gert. Það kom ekkert um hvað hann var eiginlega að berjast fyrir? Afhverju? Afhverju eru þeir ekki að segja frá því sem þetta snýst alt um? Þátturinn sýndi þetta eins og hann var bara að skemta sér með að drepa þúsund mans!
Mundi það vera óholt fyrir Bandarísku þjóðina að vita tilgangs stríðsins? Sá almenni kani veit bara að einhver hryðjuverkamaður sem hatar Bandaríkin (sem er það fullkomna land að ástæðulausu(?!)) hafi drepið þúsundi manna!
Afhverju segja þeir ekki almúganum hvað Bandaríkin eru virkilega búin að gera þarna í Mið-Austur löndunum. Þeir eru búnir að troða þeirra siðfræði og menningu upp á þá, sem mun útrýma múslíma trú að lokum!
Hvað fynst ykkur… ætti að útrýma þessari “ranghugmynda” trú sem þeir hafa sem felst í því að berja næsta náungan í klessu eða eigum með því að heilaþvo þá alla eða eigum við að láta “spillinguna” halda áframm.
Persónulega held ég að Bandaríkin eru ekkert verri en Islam. Kanarnir brjóta margar siðareglur í Kóraninum og múslimar brjóta mörg lög í Bandarískum lögum!
Þetta stríð fjallar kanski ekki um það að tveir turnar féllu heldur um tvö virkilega mismunandi samfélög sem hafa “böggað” hvort annað of mikið.
Og hvað eigum við Íslendingar að gera. Eigum við að vera með þessum hryðjuverkamönnum eða eigum við að styðja það að útrýma Múslimum sem vilja ekki vestræna menningu?
Margar spurningar eru ósvaraðar!!!
Persónulega fynst mér að við ættum allavega að tala annan aðilan til og fá þá til að opna augun fyri því að þeir eru ekki eins og þurfa það kanski ekki. Það sem þeir gera i Afghanista er mannrétindarbrot í vestrænum heimi og það sem við gerum í Vestrænum heimi er brot á Kóraninum! Og afhverju þurfum við að blanda okkur í hvernig þeir hafa sitt samfélag? Það kemur okkur sosem ekkert við, er það nokkuð?

Krizzi
N/A