Þegar ég fór yfir gamlar skoðanakannanir þá er þrennt sem mér þykir mjög sérstakt og ýmsar heimspekilegar pælingar spruttu út frá því.
Ég sendi inn könnun sem mér fannst alveg afskaplega sniðug þó ég segi sjálfur frá og það er -

“Hvort kom á undan? Hænan eða eggið?”, með valmöguleikunum
Hænana
Eggið
Bæði
Hvorugt
Ekki viss.

Þegar að könnunin fór af stað langaði mig að skoða gamlar kannanir og sá ég þá mjög sérstakt hugsanamynstur.

6. ágúst sendi ‘ikorni’ inn þessa könnun -
“Hvort kom á undan. Eggið eða hænan?”, með valmöguleikunum
Eggið
Hænan
Veit ekki og verð því að hugsa um það
Hvorugt

Sérstakt ekki satt? Það finnst mér þar sem ég hafði ekki hugmynd um þá könnun. En þetta er ekki búið.

14. maí sendi ‘xaron’ inn þessa könnun -
“Hvort kemur á undan eggið eða hænan?”, með valmöguleikunum
Hænan!
Eggið!
Hvorugt!
Er þetta ekki líffræðispurning
Veit það ekki

Er þetta tilviljun eða hvað? Er þessi hænuspurning hemspekileg? Er orðatiltækið “Sjaldan er góð vísa of oft kveðin” viðeigandi hér?

Vildi koma þessu á framfæri.

Kveðja,
-Steini

ps. Ég persónulega valdi hvorugt.
Kveðja,