Ég var aðeins að velta mér fyrir þessu, hvað merkir það að segja að eitthvað sé skiljanlegt. Kveikjan að þessu er grein sem skrifuð var um hryðjuverkin í Bandaríkjunum. Það var einhver sem sagði að hún væri skiljanlegt út frá því sem Bandaríkjamenn hafa gert í utanríkismálum. Mér finnst það hinsvegar ekki skiljanlegt frá þessum forsendum. Þá er svarið að skiljanlegt merkir bara að þeir höfðu ástæðu og ekkert hægt að þræta um það, en hvað ef manni finnst ástæðan ekki nógu góð?

Tökum dæmi, lítið barn rænir af mér nammipoka. Í reiðiskasti myrði ég barnið. Er ákvörðun mín skiljanleg? Ég hafði vissulega ástæðu til að gera eitthvað, en voru viðbrögð mín skiljanleg?

Finnst mönnum það líka skiljanlegt að myrða afkomendur manns sem framdi glæp, eða fólks sem er í sama ríki og hann?

Er skiljanlegt að samtök í Bandaríkjunum myndi taka það að sér að ræna farþegaþotu í Palestínu/Afghanistan og brotlenda henni á þéttbýli þar? Það voru jú arabar sem stóðu fyrir þessum ódæðisverkum í Bandaríkjunum…en er það skiljanlegt?

Væri gott að fá svar við þessu.